Innlent

Fjaðrárgljúfur opnað á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Aðstæður í og við Fjaðrárgljúfur eru nú betri.
Aðstæður í og við Fjaðrárgljúfur eru nú betri. Umhverfisstofnun
Opnað verður fyrir gönguleiðir á náttúruverndarsvæðinu Fjaðrárgljúfri frá og með á morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Svæðinu var lokað tímabundið vegna vætutíðar og ágangs en í tilkynningu segir að aðstæður séu nú betri.

„Stofnunin vill beina því til gesta að notast alfarið við merktar gönguleiðir og fara aldrei yfir girðingar eða inn á svæði þar sem umferð er takmörkuð vegna viðkvæms gróðurs eða dýralífs,“ segir í tilkynningunni.

Fyrr í mánuðinum var greint frá því að svæðinu hafi verið lokað þar sem veðurfar, hlýindi og rigningartíð, hafi orðið þess valdandi að göngustígur meðfram gljúfrinu hafi legið undir skemmdum og sé illfær vegna aurbleytu og leðju.

Umrætt náttúruverndarsvæði er nr. 703 á náttúruminjaskrá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×