Enski boltinn

Beckham kaupir í Salford City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vinirnir úr 92 árgangi United ætla sér stóra hluti með Salford City.
Vinirnir úr 92 árgangi United ætla sér stóra hluti með Salford City. vísir/getty
Vinirnir úr 92 árganginum fræga hjá Man. Utd eiga nú 60 prósent í knattspyrnufélagi Salford City eftir að David Beckham ákvað að vera með og kaupa 10 prósent í félaginu.

Fyrir áttu Gary og Phil Neville hlut í félaginu sem og Ryan Giggs, Paul Scholes og Nicky Butt. 40 prósentin sem standa af eru í eigu auðkýfingsins Peter Lim frá Singapúr.

Beckham á því í tveimur félögum því hann á fyrir bandaríska félagið Inter Miami sem kemur inn í MLS-deildina á næsta ári.

Enska knattspyrnusambandið þarf að samþykkja Beckham sem hluta af eigendahópnum áður en kaupin verða formleg en það er talið vera formsatriði.

Salford er í fimmtu deildinni á Englandi og félagið stefnir upp í fjórðu deildina í vor. Það væri í fyrsta skipti sem félagið kemst þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×