Enski boltinn

Ein martröð ekki nóg fyrir suma stuðningsmenn Burton Albion

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bradley Collins, markvörður Burton Albion, fékk á sig níu mörk eins og sjá má á úrslitaskiltinu.
Bradley Collins, markvörður Burton Albion, fékk á sig níu mörk eins og sjá má á úrslitaskiltinu. Getty/Michael Regan
Miðvikudagskvöldið 9. janúar 2019 átti að ein af stærstu stundum enska fótboltafélagsins Burton Albion þegar það spilaði undanúrslitaleik í enska deildabikarnum á móti sjálfum Englandsmeisturunm Manchester City. Kvöldið breyttist aftur á móti í algjöra martröð á móti einu besta fótboltaliði heims.

Þrjú þúsund stuðningsmenn Burton Albion voru búnir að tryggja sér miða á Ethiad og ætluðu ekki að missa af þessum risaleik í Manchester í gærkvöldi en það gekk líka skelfilega hjá þeim að komast á staðinn.





34 rútur með stuðningsmönnum Burton Albion lentu í mikill umferðarteppu á leið sinni á leikinn og rétt náðu leiknum þar sem stuðningsmennirnir þurftu að horfa upp á níu marka rassskellingu í boði Englandsmeistaranna.

M6 hraðbrautinni var lokað sem þýddi langar biðraðir hjá þeim sem ætluðu sér að komast frá Derbyshire til Manchester.





Þessir stuðningsmenn Burton Albion höfðu hinsvegar smá heppni með sér að missa ekki meira af leiknum þótt eflaust hefðu sumir þeirra kosið að gera það.

BBC segir frá hrakförum eins stuðningsmanns Burton Albion sem lagði mikið á sig að komast á leikinn í gærkvöldi.

Sú um ræðir heitir Emily og lagði af stað á leikinn frá London klukkan eitt um daginn en leikurinn átti að byrja 19.45. Emily var hinsvegar átta klukktuíma á leiðinni og missti af átta mörkum. Hún komst loksins inn á völlinn fimmtán mínútum fyrir leikslok og sá síðasta mark Manchester City.

„Þetta var löng ferð fyrir aðeins fimmtán mínútur af fóbolta. Ég sat föst í fjóra tíma en ég var ekki tilbúin að snúa við því þar sem að ég ætlaði að ná leiknum þó svo að það væri bara lokin,“ sagði Emily í viðtali við BBC Radio 5.





Emily náði leiknum en BBC segir aðra sögu af Liz sem sat í föst í bíl sínum á M6 hraðbrautinni þegar martröð leikmanna Burton Albion lauk á Ethiad-leikvanginum.

„Við erum ennþá rétt hjá Stoke-on-Trent en þetta er aðeins farið að hreyfast. Ég þurfti að vinna í Nottingham áður en ég lagði af stað á leikinn. Við komust hinsvegar ekki lengra en til Stoke áður en allt stoppaði. Ég er alveg eyðilögð en svona er þetta bara stundum,“ sagði Liz.

Það er samt að heyra á henni að hún ætli ekki að missa af seinni leiknum. „Það er bara hálfleikur er það ekki,“ svaraði Liz.

Nigel Clough, knattspyrnustjóri Burton Albion fann líka til með stuðningsmönnum liðsins.

„Það versta við þetta kvöld var að stuðningsfólkið okkar sat fast í umferðateppu á leið sinni hingað. Þau ætluðu að koma hingað til að fagna í kvöld, ekki leiknum sjálfum, heldur því afreki liðsins að komast alla leið í þennan leik,“ sagði Nigel Clough.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×