Handbolti

Vandræðalaust hjá Króatíu gegn lærisveinum Dags

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik dagsins.
Úr leik dagsins. vísir/getty
Japan, lærisveinar Dags Sigurðssonar, réðu lítið við sterka Króata er þau mættust í riðli okkar Íslendinga á HM í handbolta. Króatar unnu að lokum með átta mörkum, 35-27.

Króatar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 18-13, en þeir náðu hægt og rólega að auka muninn í síðari hálfleik. Munurinn varð að endingu eins og áður segir, átta mörk, 35-27.

Króatar náðu að rúlla vel á liðinu sínu. Zlatko Horvat var markahæstur með átta mörk í níu skotum en Luka Stepancic gerði fimm mörk úr sjö skotum sínum. Tíu leikmenn Króata komust á blað.

Hinn 23 ára gamli Shinnosuke Tokuda var markahæstur hjá Japna með sex mörk úr tíu skotum en fjórir leikmenn komu næstir með þrjú mörk.

Króatar eru því með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina en Japan hefur tapað fyrir Spáni og Makedóníu í fyrstu tveimur leikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×