Erlent

Tveggja ára drengur féll ofan í brunn nærri Malaga

Andri Eysteinsson skrifar
Brunnurinn er 20-30cm breiður en 100-150 metra djúpur.
Brunnurinn er 20-30cm breiður en 100-150 metra djúpur. Twitter/AragonRadio
Tveggja ára drengur féll ofan í brunn í spænska bænum Totalán nærri borginni Malaga í suðurhluta Spánar.

Samkvæmt spænska miðlinum El País varð slysið um miðjan dag í dag. Brunnurinn sem um ræðir er 20-30 sentimetra breiður en milli 100 og 150 metra djúpur. Björgunarmenn hafa ekki náð sambandi við drenginn en myndavél var slakað niður brunninn síðla dags. Myndavélin náði ekki dýpra en 79 metra og því enn óvíst um ástand drengsins.

Í umfjöllun TV2 um málið segir að slökkviliðsstjórinn Francisco Delgado Bonilla, segi að fjölskylda drengsins hafi orðið vitni að atvikinu, þau hafi heyrt drenginn öskra fyrst um sinn en hafi síðan ekki séð né heyrt til drengsins. Brunnurinn var ómerktur og ógirtur. Leit að drengnum heldur áfram þrátt fyrir myrkrið á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×