Handbolti

„Fyrstu tveir leikirnir yrðu eins og að klífa Mount Everest án súrefnis“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Logi í þætti Seinni bylgjunnar í vetur.
Logi í þætti Seinni bylgjunnar í vetur. vísir/skjáskot
Logi Geirsson, handboltaspekingur, segir á Twitter-síðu sinni í kvöld að fyrstu tveir leikir Íslands á HM fari í reynslubankann en Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjunum gegn Króatíu og Spáni.

Ísland tapaði fyrsta leiknum á föstudagskvöldið gegn Króatíu og í kvöld var Spánn of stór biti fyrir okkar unga lið.

Logi tók þátt í ófáum stórmótunum með íslenska landsliðinu en hann lék með íslenska landsliðinu í áraraðir. Hann var í stóru hlutverki er Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM í Austurríki 2010.

„Það var vitað fyrir fram að fyrstu tveir leikirnir yrðu eins og að klífa Mount Everest án súrefnis. Fer í reynslubankann. Núna byrjar mótið okkar og næstu 3 leikir verða veisla. Skjáumst á morgun í góðum gír þegar við sigrum Barein,“ skrifaði Logi á Twitter-síðu sína í kvöld.

Ísland mætir Barein á morgun og Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast vel með gangi mála á morgun eins og í kringum alla leiki íslenska landsliðsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×