Enski boltinn

Mourinho segist hafa hafnað þremur félögum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hvert fer Jose Mourinho næst?
Hvert fer Jose Mourinho næst? vísir/getty
Jose Mourinho segist hafa hafnað þremur atvinnutilboðum síðan hann var rekinn frá Manchester United fyrir jól.

Portúgalinn var rekinn frá Manchester United í vikunni fyrir jól og hefur síðan þá legið undir feldi. Hann kom aftur fram í sviðsljósið á fimmtudaginn þegar hann kom fram sem sparksérfræðingur sjónvarpsstöðvarinnar beIN Sports og var hann aftur á skjánum í gær.

Mourinho, sem vann deildarbikarinn og Evrópudeildina á tveimur og hálfu ári í Manchester, virðist ekki vera í vandræðum með að fá nýtt starf óski hann þess.

„Ég er nú þegar búinn að segja nei við þremur atvinnutilboðum því mér fannst þau ekki henta mér,“ sagði Mourinho.

„Þessar þrjár vikur hafa verið ánægjulegar og ég er ánægður með að fá að upplifa það sem ég annars hef ekki tækifæri til. En ég þekki sjálfan mig og í marslok mun ég eiga erfitt með að halda uppi gleðinni.“

„Ég ætla samt að vera rólegur, því mun lengri tíma sem ég hef því betur get ég undirbúið mig fyrir nýtt starf. Ég vil fara þangað sem ég fæ áskorun sem ég er ánægður með.“

Mourinho hefur meðal annars verið orðaður við endurkomu til Real Madrid. Það virðist þó vera að það sé enn dágóð stund í að hann snúi aftur í heim fótboltans.


Tengdar fréttir

Solskjær: Mourinho er frábær knattspyrnustjóri

Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær fór ekki niður í skotgrafirnar þrátt fyrir yfirlýsingar Jose Mourinho í gær og er viss um að portúgalski stjórinn snúi aftur í eina af bestu fótboltadeildum heims.

United hefur augu með Mourinho

Forráðamenn Manchester United munu fylgjast vel með fyrrum knattspyrnustjóra félagsins Jose Mourinho þegar hann kemur fram sem sérfræðingur á sjónvarpsstöðinni beIN Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×