Fótbolti

Bendtner kominn með ökklaband og biðst afsökunar: „Rosenborg hlýjasti og tryggasti vinnuveitandinn á ferlinum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bendtner er hann mætti fyrir dóm.
Bendtner er hann mætti fyrir dóm. vísir/getty
Nicklas Bendtner er kominn með ökklaband sem hann verður með í 50 daga eftir að hann var fundinn sekur að hafa ráðast að leigubílstjóra í Danmörku á síðasta ári.

Þessi 30 ára gamli framherji sem er nú á mála hjá Rosenborg setti mynd af öklabandinu á Instagram-síðu sína í gær þar sem fylgdi langur pistill.

„Auðvitað hefði ég viljað að þetta hefði ekki skeð. Bæði fyrir mig og leigubílstjórann sem því miður missti starfið sitt,“ skrifaði Bendtner undir myndina.

„Hvernig sem leigubílstjórinn hagaði sér þá var þetta ekki eitthvað sem ég vildi honum. Það voru margar betri leiðir fyrir okkur til þess að útkljá þetta mál,“ en Bendtner vildi meina að leigubílstjórinn hafi ekki farið að skipunum sínum.

Því hafi Bendtner reiðst sem hafi endað með því, að sögn Bendtners, að leigubílstjórinn kastaði vatnsflösku í átt að Bendtner og kærustu hans.

„Ég mun aldrei vera sammála dómnum en ég hef ákveðið að áfrýja ekki því ég vil vera klár á nýju tímabili með Rosenborg því þeir eiga skilið. Þeir eru hlýjasti og tryggasti vinnuveitandi minn á ferlinum hingað til,“ skrifar Bendtner.

Í pistlinum langa á samskiptamiðlinum segir Bendtner að hann æfi í allt að sex tíma á dag en auk þess skrifar hann bók sem hann ætlar að gefa út. Ekki venjulega knattspyrnubók, skrifar kappinn.

Matthías Vilhjálmsson er samherji Bendtner hjá Rosenborg. Bendtner er líklega þekktastur fyrir sinn tíma hjá Arsenal en hefur einnig meðal annars leikið með Juventus, Sunderland og Wolfsburg.

View this post on Instagram

Swipe til venstre for tekst

A post shared by Nicklas Bendtner (@bendtner14) on


Tengdar fréttir

Bendtner dæmdur í 50 daga fangelsi

Danski fótboltakappinn Nicklas Bendtner, fyrrum leikmaður Arsenal, var í dag dæmdur í 50 daga fangelsi fyrir líkamsárás.

Bendtner á leiðinni í grjótið

Nicklas Bend­tner, samherji Matthíasar Vilhjálmssonar hjá Rosenborg, mun ekki áfrýja héraðsdómi Kaupmannahafnar sem dæmdi hann í 50 daga fang­elsi fyr­ir lík­ams­árás fyrr í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×