Sport

HM-hópurinn valinn í dag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gunnar Magnússon og Guðmundur Þórður bera saman bækur sínar.
Gunnar Magnússon og Guðmundur Þórður bera saman bækur sínar.
Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, mun í dag tilkynna hvaða sextán leikmenn hann tekur með sér á heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst á fimmtudaginn. Er þetta fyrsta stórmótið eftir að Guðmundur tók við liðinu í þriðja sinn og hefja Strákarnir okkar leik gegn Króatíu á föstudaginn í München.

Þjálfarateymið kynnti á dögunum sautján manna leikmannahóp sem tók þátt í Gjensidige Cup, æfingamóti í Noregi, en skakkaföll urðu til þess að Óðinn Þór Ríkharðsson og Bjarki Már Elísson voru kallaðir inn í hópinn vegna meiðsla Sigvalda Guðjónssonar og veikinda Stefáns Rafns Sigurmannssonar.

Fyrirliði liðsins, Guðjón Valur Sigurðsson, meiddist í síðasta æfingaleik Íslands í Noregi og Aron Pálmarson og Arnór Þór Gunnarsson urðu sömuleiðis fyrir hnjaski í þeim leik. Þá hefur Arnar Freyr Arnarsson ekki náð að leika í æfingaleikjum liðsins vegna nefmeiðsla en búist er við því að þeir séu í sextán manna hópnum hjá Guðmundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×