Erlent

Farið fram á rannsókn á hitakosningum í Alabama

Kjartan Kjartansson skrifar
Moore var umdeildur frambjóðandi en ásakanir um kynferðislegt samband hans við táningsstúlkur riðu framboði hans að fullu.
Moore var umdeildur frambjóðandi en ásakanir um kynferðislegt samband hans við táningsstúlkur riðu framboði hans að fullu. Vísir/Getty
Dómsmálaráðherra Alabama-ríki í Bandaríkjunum hefur alríkisskjörstjórn um að rannsaka ásakanir um að ófrægingarherferð gegn umdeildum frambjóðanda repúblikana hafi haft áhrif á úrslitin. Hópur sem er hliðhollur demókrötum er sagður hafa beitt misvísandi fullyrðingum á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninganna sem demókratar unnu óvænt.

Alabama er eitt íhaldssamasta ríki Bandaríkjanna og hafa repúblikanar getað gengið að þingsætum þar vísum undanfarna áratugi. Ásakanir um Roy Moore, frambjóðandi repúblikana, hefði átt í kynferðislegu sambandi við ungar stúlkur umturnuðu hins vegar kosningabaráttunni um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í desember árið 2017. Á endanum hafði Doug Jones, frambjóðandi demókrata, nauman sigur.

Nýlega komu fram ásakanir um að hópur sem styður demókrata hafi beitt bellibrögðum í kosningabaráttunni, ekki ósvipuðum þeim sem útsendarar Rússa notuðu til þess að hjálpa Donald Trump að sigra í forsetakosningunum árið áður.

Hópurinn hafi meðal annars stofnað Facebook-síðu þar sem því var ranglega haldið fram að stuðningsmenn Moore vildu banna áfengi í ríkinu. Önnur síða sem hópurinn stofnaði var látin líta út fyrir að tengjast Moore og að hann væri studdur af rússneskum bottum.

Steve Marshall, nýkjörinn dómsmálaráðherra Alabama og repúblikani, segist hafa áhyggjur af þeim brögðum sem var beitt í kosningabaráttunni. Hann hefur því óskað eftir rannsókn á kosningunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×