Verð á olíu hrunið frá í október Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. desember 2018 07:30 Eftir lágmark í 27 dölum í byrjun 2016 hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu nokkuð stöðugt og fór í 86 dali nú í október. Síðan þá hefur verðið hrunið. Sem dæmi nemur lækkunin um sex prósentum á síðustu sjö dögum. Nordicphotos/Getty Verð á Brent-hráolíu hefur undanfarna daga farið undir 60 dali á tunnu og hefur fallið um 35 prósent frá því í október síðastliðnum. Greinendur segja lækkun olíuverðs góð tíðindi fyrir íslenskt atvinnulíf. „Olíunotkun Íslendinga hefur vaxið töluvert frá árinu 2011. Við notum mikla olíu, aðallega vegna umfangsmikilla millilandaflutninga, og því skiptir lægra olíuverð okkur miklu máli,“ segir Brynjólfur Stefánsson, sérfræðingur í hrávörum hjá Íslandssjóðum. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir lækkanirnar „kærkomnar“ fyrir íslensku flugfélögin þar sem eldsneytiskostnaður sé ýmist stærsti eða næststærsti einstaki kostnaðarliður flugfélaganna. „Þó að olíuverð hafi lækkað umtalsvert frá hæsta gildi þessa árs hefur það að okkar mati ekki aflétt þrýstingi til hækkunar á flugfargjöldum horft fram á veginn,“ segir hann. Eftir að hafa náð lágmarki í 27 dölum í byrjun árs 2016 hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu nokkuð stöðugt og fór í 86 dali í október á þessu ári. Síðan þá hefur olía hrunið í verði en sem dæmi nemur lækkunin um sex prósentum á síðustu sjö dögum. Á þriðjudag fór verð á Brent-hráolíu niður í 56 dali á tunnu og hefur það ekki verið lægra í um fimmtán mánuði. Offramboð af olíu, einkum vegna aukinnar framleiðslu í Bandaríkjunum, sem og horfur á minni eftirspurn og hægari vexti í heimsbúskapnum skýra verðfallið að stórum hluta, að mati greinenda sem Financial Times ræddi við. Aðildarríki OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, samþykktu fyrr í mánuðinum að draga úr framleiðslu sem nemur um 1,2 milljónum tunna á dag í því augnamiði að stöðva frekari lækkun á olíuverði. Sú skuldbinding hefur enn sem komið er ekki skilað tilætluðum árangri.Brynjólfur Stefánsson, sérfræðingur í hrávörum hjá ÍslandssjóðumBætt birgðastaða Brynjólfur bendir á að birgðastaða á olíu, sér í lagi á meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hafi batnað umtalsvert undanfarið. Af þeim sökum hafi skapast þrýstingur á olíuverð. Auknar áhyggjur af minni hagvexti í heimshagkerfinu hafi einnig átt þátt í lækkandi olíuverði. „Eftirspurnin fylgir að mestu heimshagvexti og má því segja að versnandi horfur á mörkuðum skýri lækkanirnar að stóru leyti,“ segir hann. Brynjólfur nefnir einnig að deilur Bandaríkjastjórnar og stjórnvalda í Íran hafi haft töluverð áhrif á þróun olíuverðs síðustu vikur. „Til stóð af hálfu Bandaríkjamanna að setja nokkuð stífar viðskiptaþvinganir á Íran en þegar á hólminn var komið gáfu bandarísk stjórnvöld víðtækari tilslakanir til helstu viðskiptalanda Írans en búist hafði verið við. Mörg ríki höfðu búið sig undir viðskiptaþvinganirnar og bætt birgðastöðuna. Aðgerðir Bandaríkjastjórnar urðu hins vegar að lokum mun vægari en haldið var í fyrstu með þeim afleiðingum að olíuverð tók að lækka nokkuð skarpt,“ segir Brynjólfur. Viðskiptastríð Kína og Bandaríkjanna hefur jafnframt átt þátt í lækkun olíuverðs, að sögn Brynjólfs. „Hrávörumarkaðir hafa að mörgu leyti verið sneggri en hlutabréfamarkaðir að bregðast við versnandi horfum í heimshagkerfinu,“ útskýrir Brynjólfur og bætir við: „Fjárfestar hafa áhyggjur af viðskiptastríðinu á milli Kína og Bandaríkjanna og óttast einnig að hagvöxtur, og þar með eftirspurn eftir olíu, verði minni á næsta ári.“ Brynjólfur bendir einnig á að nokkur framleiðsluaukning hafi átt sér stað í Bandaríkjunum. Hún útskýri að hluta af hverju framboðið á heimsmarkaði sé ekki eins lítið og áður var áætlað. „Olíuframleiðendur í Bandaríkjunum hafa aðeins gefið í, ef svo má segja. Það kemur eilítið á óvart hve mikið Bandaríkjamenn framleiða því kostnaður þeirra er töluvert hærri en margra annarra á markaðinum,“ segir Brynjólfur.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion bankaUmtalsverð jákvæð áhrif Olíuverðslækkanir síðustu vikna koma mörgum íslenskum fyrirtækjum vel en stöðugar hækkanir fyrr á árinu bitnuðu hart á rekstri meðal annars flugfélaganna Icelandair og WOW air. Elvar Ingi bendir á að fyrir hverja tíu prósenta lækkun á verði á þotueldsneyti hafi það á bilinu tólf til sextán milljóna dala jákvæð áhrif á afkomu félaganna tveggja á ársgrundvelli. Þó svo að olíuverð hafi lækkað umtalsvert hefur það að mati Elvars Inga ekki aflétt þrýstingi til hækkunar á flugfargjöldum, sé horft fram á veginn. „Sem dæmi voru flugfargjöld til útlanda samkvæmt mælingum Hagstofunnar hátt í 40 prósent ódýrari nú en í byrjun árs 2015 þegar olíuverð var á svipuðum slóðum og það er núna. Lækkun síðustu vikna hefur því í besta falli létt þrýstingnum, en hvort og hve mikið flugfargjöld munu hækka mun samkeppnin á Atlantshafsmarkaðnum áfram ráða miklu til um,“ segir Elvar Ingi. Fram hefur komið að gert sé ráð fyrir því að Icelandair og WOW air greiði nærri 500 milljónir dala, sem jafngildir ríflega 60 milljörðum króna, fyrir þotueldsneyti í ár. Er það nálægt fjórðungi af samanlögðum rekstrartekjum félaganna. Í drögum að fjárfestakynningu WOW air frá því síðasta sumar var upplýst um að eins prósents hækkun á verði á þotueldsneyti hefði neikvæð áhrif á afkomu félagsins að fjárhæð 1,6 milljónir dala. Ólíkt helstu keppinautum sínum í Evrópu, þar á meðal Icelandair, ver WOW air ekki eldsneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði. Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Verð á Brent-hráolíu hefur undanfarna daga farið undir 60 dali á tunnu og hefur fallið um 35 prósent frá því í október síðastliðnum. Greinendur segja lækkun olíuverðs góð tíðindi fyrir íslenskt atvinnulíf. „Olíunotkun Íslendinga hefur vaxið töluvert frá árinu 2011. Við notum mikla olíu, aðallega vegna umfangsmikilla millilandaflutninga, og því skiptir lægra olíuverð okkur miklu máli,“ segir Brynjólfur Stefánsson, sérfræðingur í hrávörum hjá Íslandssjóðum. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir lækkanirnar „kærkomnar“ fyrir íslensku flugfélögin þar sem eldsneytiskostnaður sé ýmist stærsti eða næststærsti einstaki kostnaðarliður flugfélaganna. „Þó að olíuverð hafi lækkað umtalsvert frá hæsta gildi þessa árs hefur það að okkar mati ekki aflétt þrýstingi til hækkunar á flugfargjöldum horft fram á veginn,“ segir hann. Eftir að hafa náð lágmarki í 27 dölum í byrjun árs 2016 hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu nokkuð stöðugt og fór í 86 dali í október á þessu ári. Síðan þá hefur olía hrunið í verði en sem dæmi nemur lækkunin um sex prósentum á síðustu sjö dögum. Á þriðjudag fór verð á Brent-hráolíu niður í 56 dali á tunnu og hefur það ekki verið lægra í um fimmtán mánuði. Offramboð af olíu, einkum vegna aukinnar framleiðslu í Bandaríkjunum, sem og horfur á minni eftirspurn og hægari vexti í heimsbúskapnum skýra verðfallið að stórum hluta, að mati greinenda sem Financial Times ræddi við. Aðildarríki OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, samþykktu fyrr í mánuðinum að draga úr framleiðslu sem nemur um 1,2 milljónum tunna á dag í því augnamiði að stöðva frekari lækkun á olíuverði. Sú skuldbinding hefur enn sem komið er ekki skilað tilætluðum árangri.Brynjólfur Stefánsson, sérfræðingur í hrávörum hjá ÍslandssjóðumBætt birgðastaða Brynjólfur bendir á að birgðastaða á olíu, sér í lagi á meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hafi batnað umtalsvert undanfarið. Af þeim sökum hafi skapast þrýstingur á olíuverð. Auknar áhyggjur af minni hagvexti í heimshagkerfinu hafi einnig átt þátt í lækkandi olíuverði. „Eftirspurnin fylgir að mestu heimshagvexti og má því segja að versnandi horfur á mörkuðum skýri lækkanirnar að stóru leyti,“ segir hann. Brynjólfur nefnir einnig að deilur Bandaríkjastjórnar og stjórnvalda í Íran hafi haft töluverð áhrif á þróun olíuverðs síðustu vikur. „Til stóð af hálfu Bandaríkjamanna að setja nokkuð stífar viðskiptaþvinganir á Íran en þegar á hólminn var komið gáfu bandarísk stjórnvöld víðtækari tilslakanir til helstu viðskiptalanda Írans en búist hafði verið við. Mörg ríki höfðu búið sig undir viðskiptaþvinganirnar og bætt birgðastöðuna. Aðgerðir Bandaríkjastjórnar urðu hins vegar að lokum mun vægari en haldið var í fyrstu með þeim afleiðingum að olíuverð tók að lækka nokkuð skarpt,“ segir Brynjólfur. Viðskiptastríð Kína og Bandaríkjanna hefur jafnframt átt þátt í lækkun olíuverðs, að sögn Brynjólfs. „Hrávörumarkaðir hafa að mörgu leyti verið sneggri en hlutabréfamarkaðir að bregðast við versnandi horfum í heimshagkerfinu,“ útskýrir Brynjólfur og bætir við: „Fjárfestar hafa áhyggjur af viðskiptastríðinu á milli Kína og Bandaríkjanna og óttast einnig að hagvöxtur, og þar með eftirspurn eftir olíu, verði minni á næsta ári.“ Brynjólfur bendir einnig á að nokkur framleiðsluaukning hafi átt sér stað í Bandaríkjunum. Hún útskýri að hluta af hverju framboðið á heimsmarkaði sé ekki eins lítið og áður var áætlað. „Olíuframleiðendur í Bandaríkjunum hafa aðeins gefið í, ef svo má segja. Það kemur eilítið á óvart hve mikið Bandaríkjamenn framleiða því kostnaður þeirra er töluvert hærri en margra annarra á markaðinum,“ segir Brynjólfur.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion bankaUmtalsverð jákvæð áhrif Olíuverðslækkanir síðustu vikna koma mörgum íslenskum fyrirtækjum vel en stöðugar hækkanir fyrr á árinu bitnuðu hart á rekstri meðal annars flugfélaganna Icelandair og WOW air. Elvar Ingi bendir á að fyrir hverja tíu prósenta lækkun á verði á þotueldsneyti hafi það á bilinu tólf til sextán milljóna dala jákvæð áhrif á afkomu félaganna tveggja á ársgrundvelli. Þó svo að olíuverð hafi lækkað umtalsvert hefur það að mati Elvars Inga ekki aflétt þrýstingi til hækkunar á flugfargjöldum, sé horft fram á veginn. „Sem dæmi voru flugfargjöld til útlanda samkvæmt mælingum Hagstofunnar hátt í 40 prósent ódýrari nú en í byrjun árs 2015 þegar olíuverð var á svipuðum slóðum og það er núna. Lækkun síðustu vikna hefur því í besta falli létt þrýstingnum, en hvort og hve mikið flugfargjöld munu hækka mun samkeppnin á Atlantshafsmarkaðnum áfram ráða miklu til um,“ segir Elvar Ingi. Fram hefur komið að gert sé ráð fyrir því að Icelandair og WOW air greiði nærri 500 milljónir dala, sem jafngildir ríflega 60 milljörðum króna, fyrir þotueldsneyti í ár. Er það nálægt fjórðungi af samanlögðum rekstrartekjum félaganna. Í drögum að fjárfestakynningu WOW air frá því síðasta sumar var upplýst um að eins prósents hækkun á verði á þotueldsneyti hefði neikvæð áhrif á afkomu félagsins að fjárhæð 1,6 milljónir dala. Ólíkt helstu keppinautum sínum í Evrópu, þar á meðal Icelandair, ver WOW air ekki eldsneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði.
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira