Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2018 20:30 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ekki ætla að af sér vegna braggamálsins svokallaða. Hann segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. Sindri Sindrason ræddi við Dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. Skýrsla innri endurskoðunar um endurgerð braggans í Nauthólsvík var kynnt í dag. Þar segir meðal annars að koma hefði mátt í veg fyrir framúrkeyrsluna ef gerðar hefðu verið úrbætur í samræmi við ábendingar frá árinu 2015 en það hafi ekki verið gert. Þá hafi sveitarstjórnarlög og lög um skjalasöfn verið brotin. Dagur segist ekki ætla að segja af sér vegna málsins. „Það sem við gerum um leið og þetta mál kemur upp í sumar er að ég geri borgarráði grein fyrir því og greini frá því að ég hafi kallað eftir skýringum vegna þess að við eigum þessu ekki að venjast. Það er samt brot á sveitarstjórnarlögum að efna til útgjalda án fjárheimilda og svo þegar skýringarnar koma fram þá ákveður meirihlutinn að fá málið algerlega upplýst af hendi innri endurskoðunar og það er sú skýrsla sem liggur fyrir í dag,“ segir Dagur. „Eitt af því sem hefur einkennt þetta mál reyndar frá upphafi er að þeir sem héldu á verkefninu og báru ábyrgð á því hjá borginni hafa alveg gengist við sinni ábyrgð.“Verði að gera betur Dagur segist gangast við því að vera yfirmaður borgarinnar en segir að borgarráð hafi ekki fengið upplýsingar og hann ekki heldur og það liggi fyrir í skýrslu innri endurskoðunar. „Ég axla mína ábyrgð með því að við förum núna i það, ég ásamt formanni borgarráðs og fulltrúa minnihlutans […] Í fyrsta lagi að upplýsa málið með því að kalla eftir þessari skýrslu og síðan taka þær ákvarðanir sem þarf með breytingum á reglum og eftirfylgni með niðurstöðunum eins og þarf.“ Innri endurskoðun gerði athugun á skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkur árið 2015 og voru þá lagðar fram tillögur um úrbætur en því hefur ekki verið fylgt eftir. „Það var hópur settur í það strax eftir að sú niðurstaða lá fyrir og það var gerð grein fyrir því hvernig þeim verkefnum miðaði. Sumu er lokið öðru er ólokið og við munum fara yfir það núna í þessari vinnu sem framundan er.“Það er þannig sem þú ætlar að axla ábyrgð, þú ætlar að reyna að gera betur næst ekki segja af þér? „Já, við verðum að gera betur vegna þess að við eigum ekki því að venjast að verkefni fari svona framúr og fari í framkvæmd án fjárheimilda hjá borginni.“ Dagur viðurkennir þó að þetta sé ekki eina verkefnið sem hafi farið fram úr áætlun. „Það sem er sérstakt við þetta verkefni er að þarna er farið fram úr án fjárheimilda. Án þess að í raun þegar sú breytingeins og skýrslan lýsir ágætlega, við förum af stað með verkefni sem átti að felast í því að fara í lágmarksframkvæmdir við að standsetja stúdentabragga sem átti að leigjast út með lágri leigu og það sem í raun þróast er full endurgerð af mjög miklum metnaði á bragga sem kostaði meira án þess að sóttar væru til þess eðlilegar heimildir.“ „Þetta mál er þannig vaxið að það voru vissulega settar fram einhverjar hugleiðingar pólitískt, það fór svolítið í pólitískar skotgrafir þegar það kom upp i sumar. En það vakti athygli eftir að niðurstöðurnar voru kynntar og búið var að fara yfir málið að það var fólki ekki efst í huga.“ Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Sjálfstæðismenn: Áfellisdómur yfir stjórnkerfi borgarinnar, Hrólf og borgarstjóra Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið draga upp dekkri mynd en fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði óraði fyrir. 20. desember 2018 14:05 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ekki ætla að af sér vegna braggamálsins svokallaða. Hann segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. Sindri Sindrason ræddi við Dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. Skýrsla innri endurskoðunar um endurgerð braggans í Nauthólsvík var kynnt í dag. Þar segir meðal annars að koma hefði mátt í veg fyrir framúrkeyrsluna ef gerðar hefðu verið úrbætur í samræmi við ábendingar frá árinu 2015 en það hafi ekki verið gert. Þá hafi sveitarstjórnarlög og lög um skjalasöfn verið brotin. Dagur segist ekki ætla að segja af sér vegna málsins. „Það sem við gerum um leið og þetta mál kemur upp í sumar er að ég geri borgarráði grein fyrir því og greini frá því að ég hafi kallað eftir skýringum vegna þess að við eigum þessu ekki að venjast. Það er samt brot á sveitarstjórnarlögum að efna til útgjalda án fjárheimilda og svo þegar skýringarnar koma fram þá ákveður meirihlutinn að fá málið algerlega upplýst af hendi innri endurskoðunar og það er sú skýrsla sem liggur fyrir í dag,“ segir Dagur. „Eitt af því sem hefur einkennt þetta mál reyndar frá upphafi er að þeir sem héldu á verkefninu og báru ábyrgð á því hjá borginni hafa alveg gengist við sinni ábyrgð.“Verði að gera betur Dagur segist gangast við því að vera yfirmaður borgarinnar en segir að borgarráð hafi ekki fengið upplýsingar og hann ekki heldur og það liggi fyrir í skýrslu innri endurskoðunar. „Ég axla mína ábyrgð með því að við förum núna i það, ég ásamt formanni borgarráðs og fulltrúa minnihlutans […] Í fyrsta lagi að upplýsa málið með því að kalla eftir þessari skýrslu og síðan taka þær ákvarðanir sem þarf með breytingum á reglum og eftirfylgni með niðurstöðunum eins og þarf.“ Innri endurskoðun gerði athugun á skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkur árið 2015 og voru þá lagðar fram tillögur um úrbætur en því hefur ekki verið fylgt eftir. „Það var hópur settur í það strax eftir að sú niðurstaða lá fyrir og það var gerð grein fyrir því hvernig þeim verkefnum miðaði. Sumu er lokið öðru er ólokið og við munum fara yfir það núna í þessari vinnu sem framundan er.“Það er þannig sem þú ætlar að axla ábyrgð, þú ætlar að reyna að gera betur næst ekki segja af þér? „Já, við verðum að gera betur vegna þess að við eigum ekki því að venjast að verkefni fari svona framúr og fari í framkvæmd án fjárheimilda hjá borginni.“ Dagur viðurkennir þó að þetta sé ekki eina verkefnið sem hafi farið fram úr áætlun. „Það sem er sérstakt við þetta verkefni er að þarna er farið fram úr án fjárheimilda. Án þess að í raun þegar sú breytingeins og skýrslan lýsir ágætlega, við förum af stað með verkefni sem átti að felast í því að fara í lágmarksframkvæmdir við að standsetja stúdentabragga sem átti að leigjast út með lágri leigu og það sem í raun þróast er full endurgerð af mjög miklum metnaði á bragga sem kostaði meira án þess að sóttar væru til þess eðlilegar heimildir.“ „Þetta mál er þannig vaxið að það voru vissulega settar fram einhverjar hugleiðingar pólitískt, það fór svolítið í pólitískar skotgrafir þegar það kom upp i sumar. En það vakti athygli eftir að niðurstöðurnar voru kynntar og búið var að fara yfir málið að það var fólki ekki efst í huga.“
Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Sjálfstæðismenn: Áfellisdómur yfir stjórnkerfi borgarinnar, Hrólf og borgarstjóra Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið draga upp dekkri mynd en fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði óraði fyrir. 20. desember 2018 14:05 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58
Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44
Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33
Sjálfstæðismenn: Áfellisdómur yfir stjórnkerfi borgarinnar, Hrólf og borgarstjóra Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið draga upp dekkri mynd en fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði óraði fyrir. 20. desember 2018 14:05