„Það er kraftaverk að hann skuli vera á lífi" Birgir Olgeirsson skrifar 23. desember 2018 12:30 Óskar Aðils Kemp og Rúnar Jón Hermannsson síðastliðið föstudagskvöld. Inda Hrönn Björnsdóttir „Það er kraftaverk að hann skuli vera á lífi,“ segir Inda Hrönn Björnsdóttir um manninn sinn Óskar Aðils Kemp sem slasaðist lífshættulega á Reykjanesbraut 28. apríl síðastliðinn. Óskari var haldið sofandi í fjórar vikur eftir slysið en er á batavegi í dag, þó hann eigi enn langt í land. Áreksturinn átti sér stað um hádegisbil 28. apríl síðastliðinn. Umferðaröngþveiti hafði myndast á Reykjanesbrautinni við Vallarhverfið í Hafnarfirði því fótbolti hafði skoppað inn á brautina. Var það til þess að ökumönnum varð mörgum hverjum brugðið, hægðu á sér og reyndu að sveigja framhjá boltanum sem olli mikilli röskun á umferð. Óskar brá á það ráð að stöðva bifreið sína og gefa öðrum merki um að nema staðar á meðan hann fjarlægði boltann af veginum.Frá vettvangi slyssins á Reykjanesbraut í apríl síðastliðnum.Vísir/ÍvarÍ þann mund sem Óskar gengur aftur að bílnum sínum er bíl ekið á bílinn sem hafði numið staðar fyrir aftan bíl Óskars. Bíllinn, sem ekið var á, kastaðist á Óskar og hafnaði svo á bíl Óskars þar sem dætur hans tvær voru. Inda Hrönn deildi mynd á Facebook í gær af Óskari og Rúnari Jóni Hermannssyni sem var í bílnum sem ekið var á. Rúnar hafði numið staðar á miðri akrein og sett á aðvörunarljós eftir að Óskar hafði stöðvað bíl sinn til að sækja boltann. Óskar, Inda og Rúnar og kona hans Bryndís Eyjólfsdóttir föðmuðust og fóru yfir atburðina á Reykjanesbraut 28. apríl síðastliðinn. Inda sagði hug hennar og Óskars hafa oft leitað til Rúnars og hans fjölskyldu þessa mánuði sem liðnir eru frá slysinu. Inda segir í samtali við Vísi að það hafi gert öllum gott að hittast og fara yfir hlutina og ná þannig að púsla saman þessum atburði sem breytti lífi þeirra á örskotsstund.Bandaríski ferðamaðurinn var á hvíta smábílnum sem sést hér á myndinni.Vísir/ÍvarÓskar slasaðist lang mest af þeim sem lentu í þessu slysi en hlaut mikla höfuðáverka og mundi lítið sem ekkert á meðan Rúnar hefði setið uppi með andlega þáttinn, minnugur þess sem gerðist. Sá sem olli slysinu er bandarískur ferðamaður sem kom á mikill ferð fram fyrir bílaröðina og hafnaði beint á bíl Rúnars. Var maðurinn úrskurðaður í farbann í Héraðsdómi Reykjaness en Landsréttur sneri þeim úrskurði í maí með þeim rökum að ekkert hefði komi fram sem benti til þess að ferðamaðurinn mundi reyna að leynast eða koma sér með hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, ef til þess kæmi.Sjá einnig: Tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
„Það er kraftaverk að hann skuli vera á lífi,“ segir Inda Hrönn Björnsdóttir um manninn sinn Óskar Aðils Kemp sem slasaðist lífshættulega á Reykjanesbraut 28. apríl síðastliðinn. Óskari var haldið sofandi í fjórar vikur eftir slysið en er á batavegi í dag, þó hann eigi enn langt í land. Áreksturinn átti sér stað um hádegisbil 28. apríl síðastliðinn. Umferðaröngþveiti hafði myndast á Reykjanesbrautinni við Vallarhverfið í Hafnarfirði því fótbolti hafði skoppað inn á brautina. Var það til þess að ökumönnum varð mörgum hverjum brugðið, hægðu á sér og reyndu að sveigja framhjá boltanum sem olli mikilli röskun á umferð. Óskar brá á það ráð að stöðva bifreið sína og gefa öðrum merki um að nema staðar á meðan hann fjarlægði boltann af veginum.Frá vettvangi slyssins á Reykjanesbraut í apríl síðastliðnum.Vísir/ÍvarÍ þann mund sem Óskar gengur aftur að bílnum sínum er bíl ekið á bílinn sem hafði numið staðar fyrir aftan bíl Óskars. Bíllinn, sem ekið var á, kastaðist á Óskar og hafnaði svo á bíl Óskars þar sem dætur hans tvær voru. Inda Hrönn deildi mynd á Facebook í gær af Óskari og Rúnari Jóni Hermannssyni sem var í bílnum sem ekið var á. Rúnar hafði numið staðar á miðri akrein og sett á aðvörunarljós eftir að Óskar hafði stöðvað bíl sinn til að sækja boltann. Óskar, Inda og Rúnar og kona hans Bryndís Eyjólfsdóttir föðmuðust og fóru yfir atburðina á Reykjanesbraut 28. apríl síðastliðinn. Inda sagði hug hennar og Óskars hafa oft leitað til Rúnars og hans fjölskyldu þessa mánuði sem liðnir eru frá slysinu. Inda segir í samtali við Vísi að það hafi gert öllum gott að hittast og fara yfir hlutina og ná þannig að púsla saman þessum atburði sem breytti lífi þeirra á örskotsstund.Bandaríski ferðamaðurinn var á hvíta smábílnum sem sést hér á myndinni.Vísir/ÍvarÓskar slasaðist lang mest af þeim sem lentu í þessu slysi en hlaut mikla höfuðáverka og mundi lítið sem ekkert á meðan Rúnar hefði setið uppi með andlega þáttinn, minnugur þess sem gerðist. Sá sem olli slysinu er bandarískur ferðamaður sem kom á mikill ferð fram fyrir bílaröðina og hafnaði beint á bíl Rúnars. Var maðurinn úrskurðaður í farbann í Héraðsdómi Reykjaness en Landsréttur sneri þeim úrskurði í maí með þeim rökum að ekkert hefði komi fram sem benti til þess að ferðamaðurinn mundi reyna að leynast eða koma sér með hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, ef til þess kæmi.Sjá einnig: Tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira