Erlent

Banna flugelda á Galapagoseyjum til verndar dýralífs

Andri Eysteinsson skrifar
Þessir selir búa á Galapagoseyjum, þeir eru ekkert sérstaklega fyrir flugelda.
Þessir selir búa á Galapagoseyjum, þeir eru ekkert sérstaklega fyrir flugelda. EPA/ Jose Maria Ortiz

Yfirvöld á Galapagoseyjum, sem tilheyra Suður-Ameríkuríkinu Ekvador, hafa lagt bann við kaupum og sölu á flugeldum á eyjaklasanum. Ástæðan er hið einstaka dýralíf eyjaklasans. BBC greinir frá.



Galapagoseyjar liggja í Kyrrahafi um 1.000km frá vesturströnd Ekvador. Dýralíf á eyjunum er einstakt og laða eyjarnar að sér þúsundir gesta á ári hverju vegna þessa. Náttúruverndarsinnar hafa kallað eftir því að flugeldar væru bannaðir vegna dæma um að dýr ókyrrist, fái hraðari hjartslátt og kvíða vegna flugeldasýninga.



Nú hafa kaup og sala á flugeldum verið bönnuð að undanskildum þeim flugeldum sem gefa ekki frá sér hljóð. Einnig hefur notkun einnota plasts verið bönnuð á eyjunum.



Lorena Tapia, ríkisstjóri Galapagoseyja sagði ákvörðunina gjöf til dýraverndar frá Ekvador og heiminum öllum. Undanfarin ár hefur þrýstingur aukist á yfirvöld að bæta umhverfisvernd á eyjunum vegna einstæðrar náttúru, á eyjunum finnast meðal annars ýmsar eðlur, selir og hinar frægu risaskjaldbökur.


Tengdar fréttir

Samfélagið endurskoði hug sinn til flugelda

Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, kom á samstarfi íbúasamtaka ýmissa hverfa í Reykjavík og Reykjavíkurborgar til að auka öryggi fólks um áramótin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×