Körfubolti

Körfuboltakvöld: Brynjar færir Stólana upp á annan stall

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brynjar Þór Björnsson setti nýtt met.
Brynjar Þór Björnsson setti nýtt met. vísir/bára
Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Tindastóls í Domino´s-deild karla í körfubolta, setti nýtt met í deildinni þegar að hann skoraði 16 þriggja stiga körfur á móti Breiðabliki í leik liðanna á sunnudagskvöldið.

Brynjar bætti gamla metið um eina körfu en Frank Booker eldri skoraði tvívegis fimmtán þrista í leik. Stólarnir hafa verið á mikilli siglinu á tímabilinu eftir komu Brynjars en þeir eru á toppi deildarinnar.

„Brynjar er að færa Tindatólsliðið upp á annan stall,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds í þætti gærkvöldsins um  Brynjar.

Stólarnir líta vel út en eru ekki orðnir fullmótaðir og klárar í úrslitakeppnina að mati Kristins Friðrikssonar.

„Nei, þeir eru ekki tilbúnir í einhverja úrslitakeppni núna. Þeir líta samt vel út og sýna ákveðinn stöðugleika. Það er það sem að hefur vantað. Þetta púsluspil með að fá Brynjar inn er gríðarlega sterkt,“ sagði Kristinn og Teitur bætti við:

„Brynjar er með mikla körfuboltagreind og kann leikinn mjög vel. Hann getur verið mjög þolinmóður og við sem höfum verið lengi í þessu vitum að varnir detta niður á hælana. Brynjar kann að ráðast ekki alltaf á fyrsta möguleika,“ sagði Teitur Örlygsson.

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×