Enski boltinn

Sterling valinn leikmaður nóvembermánaðar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Raheem Sterling var frábær gegn Southampton
Raheem Sterling var frábær gegn Southampton vísir/getty
Raheem Sterling var valinn leikmaður nóvembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Sterling var í lykilhlutverki í öllum þremur deildarleikjum Manchester City í nóvember gegn Southampton, Manchester United og West Ham.

Hann skoraði sjálfur þrjú mörk í þessum þremur leikjum og átti þrjár stoðsendingar.

Sterling er samtals búinn að skora átta mörk á tímabilinu og gefa sjö stoðsendingar í 13 leikjum.

Síðustu daga hefur Sterling prýtt fyrirsagnir fjölmiðla á Englandi þar sem hann varð fyrir kynþáttaníði í leik Manchester City og Chelsea um síðustu helgi. Þykja viðbrögð Sterling við níðinu hafa verið til fyrirmyndar, en fjórir stuðningsmenn Chelsea hafa verið bannaðir frá Stamford Bridge á meðan rannsókn á málinu stendur yfir.


Tengdar fréttir

Lögregla rannsakar kynþáttaníð í garð Sterling

Raheem Sterling varð fyrir kynþáttafordómum þegar Manchester City beið lægri hlut fyrir Chelsea á Stamford Bridge í gær. Hann hefur tjáð sig um atvikið og segir fjölmiðla eiga stóran þátt í að kynþáttafordómar séu til staðar í fótboltasamfélaginu á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×