Enski boltinn

Pochettino: Ég þarf ekki að hughreysta Daniel Levy

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino. vísir/getty
Mauricio Pochettino segist ekki þurfa að hughreysta stjórnarformann Tottenham Daniel Levy og lofa honum því að hann verði áfram knattspyrnustjóri félagsins.

Pochettino hefur ítrekað verið orðaður við stjórastöðuna hjá Real Madrid og einnig Manchester United í vetur en sagði í síðasta mánuði að hann vildi vinna titla með Tottenham.

Hann sagði Levy ekki geta hlegið orðrómana af sér.

„Nei, hann hlær ekki. Ég verð ekkert leiður á þessu en hann er kannski áhyggjufullur, það er eðlilegt. Það er ekki skemmtilegt fyrir hann að sitja undir þessu,“ sagði Pochettino.

„Finnst mér ég þurfa að hughreysta hann? Nei. Í fótboltanum er margt sem þarf ekki að segja.“

„Þegar yfirmaður knattspyrnumála eða forseti félags birtist og segir „nei, stjórinn verður áfram, við treystum honum,“ og svo tapast næsti leikur þá er stjórinn rekinn. Þegar menn koma með hughreystandi yfirlýsingar þá eru þeir oft að hugsa algjöra andstæðu.“

Argentínumaðurinn segir formanninn hafa staðið sig frábærlega í starfi og vilji gera allt fyrir starfsfólkið og stuðningsmennina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×