Enski boltinn

Valencia íhugar að fara frá United í janúar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ekvadorinn verður 34 ára á næsta ári
Ekvadorinn verður 34 ára á næsta ári vísir/GETTY
Fyrirliði Manchester United, Antonio Valencia, segist ekki geta unnið Jose Mourinho á sitt band og er tilbúinn til þess að yfirgefa félagið í janúar samkvæmt fjölmiðlum á Englandi.

Valencia hefur verið varafyrirliði United síðustu ár en varð aðalfyrirliði liðsins þegar Michael Carrick lagði skóna á hilluna í sumar.

Ekvadorinn byrjaði aðeins sinn sjöunda leik á tímabilinu í tapinu fyrir Valencia í Meistaradeildinni í miðri viku. Hann hefur ekki byrjað leik í úrvalsdeidinni í nærri þrjá mánuði.

Fyrir tveimur árum sagði Mourinho að Valencia væri besti hægri bakvörður heims. Hann virðist ekki vera á þeirri skoðun í dag. Í sumar var Diogo Dalot fenginn til United frá Porto og segir Mourinho Dalot geta orðið hægri bakvörð liðsins næstu tíu ár.

Valencia hefur samkvæmt The Times sagt sínum nánustu að hann trúi því ekki að hann nái að vinna Mourinho á sitt band og sé að hugsa um að fara frá félaginu.

Valencia kom til United frá Wigan árið 2009. Hann verður samningslaus í sumar og United hefur enn ekki minnst á að nýta sér möguleikann á framlengingu á samningnum samkvæmt heimildum Times.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×