Erlent

Trump tilkynnir um fráhvarf innanríkisráðherra

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ryan Zinke, fráfarandi innanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Ryan Zinke, fráfarandi innanríkisráðherra Bandaríkjanna. Chip Somodevilla/Getty
Ryan Zinke, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun láta af störfum í lok þessa árs. Þetta tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseti í dag og bætti við að arftaki Zinke verði tilkynntur í næstu viku.

„Ryan hefur áorkað miklu í starfstíð sinni og ég vil þakka honum fyrir þjónustu sína við þjóð okkar,“ sagði Trump á Twitter.

Zinke, sem er fyrrum sérsveitarmaður og þingmaður Montanaríkis er eins og stendur undir smásjá rannsakenda ýmissa mála. Meðal þeirra eru mál sem snúa að fasteignabraski í Montana og hvort hann hafi beygt reglugerðir til þess að gera eiginkonu sinni kleift að notfæra sér ýmis farartæki á kostnað ríkisins. Þá á hann að hafa ráðið öryggissveit með sér í ferðalag til Tyrklands fyrir háar fjárhæðir úr ríkissjóði.

Bandaríkjaforseti sagði fyrr á árinu að hann væri að meta stöðu Zinke innan ríkisstjórnarinnar þegar rannsóknirnar sem hann hefur sætt komust í hámæli. Þó sagði hann í síðasta mánuði að ekki kæmi til greina að vísa Zinke úr ríkisstjórninni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×