Hagfræðingur um húsnæðismarkaðinn: „Við viljum ekki lenda í svipaðri stöðu og við vorum í fyrir tíu árum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. desember 2018 20:00 Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði telur að skortur á íbúðarhúsnæði hér á landi hafi oft á tíðum verið stórlega ofmetinn. Hann segir stærstu tækifærin hvað varðar aðkomu hins opinbera að úrbótum á húsnæðismarkaði felast í breyttu fyrirkomulagi húsnæðisstuðnings og sveigjanlegra regluverki. Umræðan um húsnæðismarkaðinn sé stundum á villigötum. Sjaldan hefur eins mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis staðið yfir á höfuðborgarsvæðinu og nú. Umræðan um skort á íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði hefur verið fyrirferðarmikil og upp á síðkastið hafa ýmsir sérfræðingar velt vöngum yfir því hvort jafnvel stefni í offramboð. „Það er alveg raunhæfur möguleiki ef við förum ekki fram úr okkur alveg í hina áttina. Alveg eins og það hefur verið of lítið byggt á síðustu árum, þá er alveg jafn góður möguleiki að við komumst í þá stöðu að við sitjum allt í einu uppi með of margar íbúðir eftir kannski tvö þrjú ár,“ segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs.Verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir því að stjórnvöld grípi til frekari aðgerða á húsnæðismarkaði. Þá hefur verið bent á að stór hluti þeirra íbúða sem nú eru í uppbyggingu, séu of dýrar fyrir þá sem eru í mestum vanda. Leysi engann vanda að dæla inn styrkjum „Það er alveg hægt að taka undir það að hluta að þær íbúðir sem hafa verið að koma inn á markaðinn á þessu ári eru kannski ekkert alveg það sem er mest verið að kalla á. En það er rosalega mikilvægt að hafa í hug að þegar þær íbúðir koma inn og einhver flytur inn í þær þá er það fólk að koma einhvers staðar annars staðar frá. Það losna íbúðir einhvers staðar annars staðar. Það þarf ekki að vera að sá sem er að koma nýr inn á húsnæðismarkaðinn til dæmis fari í nýtt húsnæði,“ segir Konráð. Hann segir afar erfitt að áætla um raunverulegan skort íbúðahúsnæðis en telur líklegt að hann hafi oft verið ofmetinn. „Maður veltir fyrir sér hvort að það þurfi endilega að gefa svo mikið meira í. Ég held að það sé nokkuð til í því sem hefur verið talað um af aðilum vinnumarkaðarins að það þurfi meira til, að þetta þurfi að gerast hraðar, ég get alveg tekið undir það. En við viljum aftur á móti ekki lenda í svipaðri stöðu og við vorum í fyrir tíu árum þegar það var of mikið af íbúðum og verðið var lágt og enginn vildi byggja,“ segir Konráð. Spurður hvort kröfur verkalýðshreyfingarinnar til stjórnvalda um að bregðast við með frekari aðgerðum á húsnæðismarkaði séu raunhæfar segir Konráð ýmis tækifæri liggja í aðkomu hins opinbera. „Mögulega með því að breyta því hvernig húsnæðisstuðningur er framkvæmdur. Svo er alltaf verið að horfa í reglugerðir og svo skipulagsferlið, er mögulega hægt að gera það sveigjanlegra þannig að það gangi einfaldlega bara hraðar fyrir sig án þess að draga mikið úr gæðunum það. Ég held að þetta séu stærstu tækifærin,“ segir Konráð. „Með því að bara dæla peningum inn á húsnæðismarkaðinn í einhverjum stuðningi og styrkjum og bótum, það leysir kannski ekki endilega vandann til lengri tíma. Því þetta er framboðsvandi og það verður að leysa hann á framboðshliðinni.“ Húsnæðismál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði telur að skortur á íbúðarhúsnæði hér á landi hafi oft á tíðum verið stórlega ofmetinn. Hann segir stærstu tækifærin hvað varðar aðkomu hins opinbera að úrbótum á húsnæðismarkaði felast í breyttu fyrirkomulagi húsnæðisstuðnings og sveigjanlegra regluverki. Umræðan um húsnæðismarkaðinn sé stundum á villigötum. Sjaldan hefur eins mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis staðið yfir á höfuðborgarsvæðinu og nú. Umræðan um skort á íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði hefur verið fyrirferðarmikil og upp á síðkastið hafa ýmsir sérfræðingar velt vöngum yfir því hvort jafnvel stefni í offramboð. „Það er alveg raunhæfur möguleiki ef við förum ekki fram úr okkur alveg í hina áttina. Alveg eins og það hefur verið of lítið byggt á síðustu árum, þá er alveg jafn góður möguleiki að við komumst í þá stöðu að við sitjum allt í einu uppi með of margar íbúðir eftir kannski tvö þrjú ár,“ segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs.Verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir því að stjórnvöld grípi til frekari aðgerða á húsnæðismarkaði. Þá hefur verið bent á að stór hluti þeirra íbúða sem nú eru í uppbyggingu, séu of dýrar fyrir þá sem eru í mestum vanda. Leysi engann vanda að dæla inn styrkjum „Það er alveg hægt að taka undir það að hluta að þær íbúðir sem hafa verið að koma inn á markaðinn á þessu ári eru kannski ekkert alveg það sem er mest verið að kalla á. En það er rosalega mikilvægt að hafa í hug að þegar þær íbúðir koma inn og einhver flytur inn í þær þá er það fólk að koma einhvers staðar annars staðar frá. Það losna íbúðir einhvers staðar annars staðar. Það þarf ekki að vera að sá sem er að koma nýr inn á húsnæðismarkaðinn til dæmis fari í nýtt húsnæði,“ segir Konráð. Hann segir afar erfitt að áætla um raunverulegan skort íbúðahúsnæðis en telur líklegt að hann hafi oft verið ofmetinn. „Maður veltir fyrir sér hvort að það þurfi endilega að gefa svo mikið meira í. Ég held að það sé nokkuð til í því sem hefur verið talað um af aðilum vinnumarkaðarins að það þurfi meira til, að þetta þurfi að gerast hraðar, ég get alveg tekið undir það. En við viljum aftur á móti ekki lenda í svipaðri stöðu og við vorum í fyrir tíu árum þegar það var of mikið af íbúðum og verðið var lágt og enginn vildi byggja,“ segir Konráð. Spurður hvort kröfur verkalýðshreyfingarinnar til stjórnvalda um að bregðast við með frekari aðgerðum á húsnæðismarkaði séu raunhæfar segir Konráð ýmis tækifæri liggja í aðkomu hins opinbera. „Mögulega með því að breyta því hvernig húsnæðisstuðningur er framkvæmdur. Svo er alltaf verið að horfa í reglugerðir og svo skipulagsferlið, er mögulega hægt að gera það sveigjanlegra þannig að það gangi einfaldlega bara hraðar fyrir sig án þess að draga mikið úr gæðunum það. Ég held að þetta séu stærstu tækifærin,“ segir Konráð. „Með því að bara dæla peningum inn á húsnæðismarkaðinn í einhverjum stuðningi og styrkjum og bótum, það leysir kannski ekki endilega vandann til lengri tíma. Því þetta er framboðsvandi og það verður að leysa hann á framboðshliðinni.“
Húsnæðismál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira