Erlent

Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við þjóðina

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun.
May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun. Vísir/ap
Theresa May forsætisráðherra Bretlands mun á morgun reyna að sannfæra fulltrúa á breska þinginu um að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 2015 og ekki krefjast annarrar um sama mál.

May er undir sívaxandi þrýstingi að leyfa þinginu að hafa áhrif á framhald málsins þegar hvorki gengur né rekur að sigla Brexit-sáttmálanum í höfn. Á fimmtudag stóð May af sér vantrauststillögu samflokksmanna en hún er áfram völt í sessi. Hún hefur þegar rætt við þjóðarleiðtoga ýmissa Evrópuríkja en án árangurs. Þeir hafa ekki tekið það í mál að setjast að samningaborðinu að nýju.

May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun.

Hún segir þá einnig að það myndi valda ómældum og óafturkræfum skaða á trúverðugleika stjórnmálanna að boða til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að sú fyrri hafi verið bindandi. Ef gengið yrði til kosninga að nýju yrðu skilaboðin til þjóðarinnar þau að stjórnvöld færu ekki eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslna.

Í þessari viku mun May boða á sinn fund fulltrúa 27 Evrópusambandsríkja til að halda áfram að ræða um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Í samningi May við ESB er kveðið á um að Bretar fari eftir viðskiptareglum á meðan unnið er að varanlegri lausn sem kemur í veg fyrir að koma þurfi upp landamæra-og tollaeftirliti á Írlandi.


Tengdar fréttir

May snýr tómhent heim frá Brussel

Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×