Fótbolti

Fengu peningabúnt í kveðjugjöf frá Pepe

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pepe.
Pepe. Vísir/Getty
Portúgalski landsliðsmaðurinn Pepe er að leita sér að nýju félagi eftir að hafa yfirgefið Besiktas í miðjum fjárhagserfiðleikum félagsins. Starfsmenn tyrkneska félagsins hafa ekki fengið borguð laun en sumir þeirra fengu smá sárabót frá portúgalska miðverðinum.

Pepe er 35 ára gamall og þekktastur fyrir tíma sinn hjá Real Madrid. Hann yfir spænska félagið í júlí 2017 og samdi við Besiktas í Tyrklandi.

Pepe var á risasamningi hjá Besiktas en hafði ekki spilað með liðinu síðan 11. nóvember síðastliðinn.





Besiktas er að glíma við mikil peningavandræði og þurfti að skera niður. Ein af lausnunum var að losna undan samningi Pepe en forráðamenn tyrkneska félagsins segja að það hafi verið sameiginleg ákvörðun að segja samningnum upp.

Samingur Pepe og Besiktas var til júní 2019 og átti að færa Portúgalanum 9,5 milljónir evra í aðra hönd auk bónusa. Bónusarnir voru engin smámynt því Pepe átti að fá ríflegan bónus fyrir hvern leik sem hann spilaði.

Það er því kannski ekkert skrítið að hann hafi ekki spilað síðan í nóvember. Pepe er samt með 5 mörk í 17 leikjum með Besiktas á þessari leiktíð sem er flott tölfræði fyrir miðvörð.

Félagið þakkaði Pepe fyrir um leið og það tilkynnti um brottför hans.





ESPN segir frá því að það sé ekki rétt að Pepe hafi borgað laun starfsmanna Besiktas en að hann hafi aftur á móti skilið eftir peningabúnt fyrir sína nánustu starfsmann hjá Besiktas áður en hann yfirgaf félagið.

Þar voru á ferðinni þeir starfsmenn sem hafa unnið mest með Pepe þennan tíma hans í Tyrklandi eða þeir sem sáu um viðhald, búningamál og matarmál fyrir leikmenn félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×