Enski boltinn

Svona verða jólin hjá bestu liðunum í ensku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmaður Arsenal í jólasveinabúningnum.
Stuðningsmaður Arsenal í jólasveinabúningnum. Vísir/Getty
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni fá lítið frí um jólin í ár eins og venjan er. Það er nóg að leikjum framundan um hátíðirnar og Vísir skoðar aðeins dagskrá bestu liða deildarinnar.

Liverpool er með eins stigs forskot á toppnum á Manchester City og Tottenham er síðan fimm stigum á eftir Englandsmeisturum Manchester City. Chelsea er tveimur stigum á eftir Tottenham og átta stigum á eftir toppliði Liverpool.

Arsenal er í fimmta sæti með 34 stig og svo eru átta stig niður í sjötta sætið þar sem er lið Manchester United. United er 19 stigum á eftir toppliði Liverpool og ellefu stigum frá fjórða sætinu.

Hér fyrir neðan má sjá leiki fyrrnefndra sex liða yfir hátíðirnar og það verður fróðlegt að sjá hvort staðan breytist oft yfir jólin en það væri þá ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist.

Leikir Liverpool (45 stig) yfir hátíðirnar:

Föstudagurinn 21. desember - Wolves á útivelli

Miðvikudagurinn 26. desember - Newcastle á Anfield

Laugardagurinn 29. desember - Arsenal á Anfield

Fimmtudagurinn 3. janúar - Manchester City á útivelli

Leikir Manchester City (44 stig) yfir hátíðirnar:

Laugardagurinn 22. desember - Crystal Palace á Ethiad

Miðvikudagurinn 26. desember - Leicester City á útivelli

Sunnudagurinn 30. desember - Southampton á útivelli

Fimmtudagurinn 3. janúar - Liverpool á Ethiad

Leikir Tottenham (39 stig) yfir hátíðirnar:

Sunnudagurinn 23. desember - Everton á útivelli

Miðvikudagurinn 26. desember - Bournemouth á Wembley

Laugardagurinn 29. desember - Wolves á Wembley

Þriðjudagurinn 1. janúar - Cardiff á útivelli

Leikir Chelsea (37 stig) yfir hátíðirnar:

Laugardagurinn 22. desember - Leicester á Stamford Bridge

Miðvikudagurinn 26. desember - Watford á útivelli

Sunnudagurinn 30. desember - Crystal Palace á útivelli

Miðvikudagurinn 2. janúar - Southampton á Stamford Bridge

Leikir Arsenal (34 stig) yfir hátíðirnar:

Laugardagurinn 22. desember - Burnley á Emirates

Miðvikudagurinn 26. desember -Brighton & Hove Albion á útivelli

Laugardagurinn 29. desember - Liverpool á útivelli

Þriðjudagurinn 1. janúar - Fulham á Emirates

Leikir Manchester United (26 stig) yfir hátíðirnar:

Laugardagurinn 22. desember - Cardiff City á útivelli

Miðvikudagurinn 26. desember - Huddersfield Town á Old Trafford

Sunnudagurinn 30. desember - Bournemouth á Old Trafford

Miðvikudagurinn 2. janúar - Newcastle á útivelli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×