Enski boltinn

Fjögurra ára bann fyrir að kasta bananahýði í átt að Aubameyang

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Arsenal fagna marki Aubameyang og bananahýðið má sjá koma fljúgandi í vinstra horninu
Leikmenn Arsenal fagna marki Aubameyang og bananahýðið má sjá koma fljúgandi í vinstra horninu vísir/getty
Stuðningsmaður Tottenham sem kastaði bananahýði í átt að Pierre-Emerick Aubameyang hefur verið settur í fjögurra ára bann frá fótbolta og gert að greiða sekt.

Arsenal tók á móti Tottenham á Emirates í byrjun desember. Aubameyang skoraði úr vítaspyrnu snemma leiks og þegar hann fagnaði markinu ákvað Averof Panteli að kasta bananahýði inn á völlinn í átt að Aubameyang.

Panteli er 57 ára og vinnur við að keyra flutningabíl. Hann sagði fyrir rétti að hann hafi ekki gert þetta að íhuguðu ráði og neitaði því að það lægi kynþáttahatur að baki gjörðum hans.

Dómarinn Marvyn Mandell sagði hins vegar í úrskurðinum að „við höfum komist að þeirri niðurstöðu að það sé hnitmiðuð aðgerð að kasta bananahýði inn á völlinn eftir að svartur leikmaður skorar mark. Við höfum dæmt það svo að um kynþáttaníð sé að ræða.“

Panteli fékk fjögurra ára bann frá öllum fótbolta og þarf að borga 500 pund í sekt sem eru um 77 þúsund íslenskar.

Panteli hefur farið á Tottenham leiki allt sitt líf og aldrei orðið uppvís um hegðun sem ber merki kynþáttahaturs áður. Verjandi hans sagði lögregluna hafa handtekið Panteli efitr atvikið á Emirates en ekki fundið nein merki kynþáttahaturs í frásögn Panteli.

View this post on Instagram

#whysmandoingthis ?

A post shared by Aubameyang (@aubameyang97) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×