Enski boltinn

Klopp er aldrei langt frá þegar Mourinho er rekinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
„Ég ræð þessu ekkert“
„Ég ræð þessu ekkert“ vísir/getty
Jose Mourinho var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Manchester United í dag. Þetta er ekki í fyrsta og ekki í annað skiptið sem Mourinho er rekinn og er það nokkuð daglegt brauð að knattspyrnustjórar missi starfið sitt. Jurgen Klopp virðist hins vegar allt af vera nálægt þegar Mourinho er látinn fjúka.

Þjóðverjinn hafði betur gegn Portúgalanum á sunnudaginn þegar stjórarnir mættust með lið sín Manchester United og Liverpool.

United hefur sjaldan þótt spila eins illa í leik við erkifjendur sína og á sunnudag og um leið og lokaflautið gall fór umræðan um að þetta hefði verið síðasti naglinn í kistu Mourinho á flug.

Tveimur dögum síðar er ljóst að það var rétt, Mourinho er floginn á burt.

Síðast þegar Mourinho var rekinn var fyrir þremur árum nærri upp á dag. 17. desember 2015 fékk hann að taka pokann sinn frá Chelsea.

Þriðji síðasti leikur hans með Chelsea var gegn Liverpool. Þá hafði ákveðinn Þjóðverji nýverið tekið við Liverpool og náði í sinn fyrsta sigur gegn bláklæddum lærisveinum Mourinho.

Árið 2013 var Mourinho stjóri Real Madrid. Hann kom liðinu í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu en þar mætti liðið Borussia Dortmund undir stjórn Jurgen Klopp.

Dortmund niðurlægði Madrid og vann 4-1 sigur í fyrri leiknum.

Á blaðamannafundi eftir leikinn gaf Mourinho það sterlega til kynna að hann væri á förum. „Ég er elskaður af sumum félögum, sérstaklega einu. Á Spáni er það öðruvísi og margir hata mig, margir af ykkur hér í þessu herbergi.“

Mourinho hætti eftir tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×