Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Forstjóri Kviku banka var metinn hæfur til að stjórna bankanum af stjórn hans og Fjármálaeftirlitinu þrátt fyrir gjaldþrot upp á tæpa sex milljarða. Fjármálaeftirlitið hefur metið tíu einstaklinga óhæfa til að gegna stjórnunarstöðum síðustu fimm ár. Fjallað verður nánar um mál forstjórans og hæfnismat Fjármálaeftirlitsins í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Rætt verður við Pál Winkel, fangelsismálastjóra, í fréttatímanum sem segir það mannréttindabrot að alvarlega andlega veikir fangar skulu sitja fastir í fangelsi sökum úrræðaleysis, en ekkert tekur á móti mönnunum eftir fangelsisvist. Því fá þessir menn síður reynslulausn og sitja lengur í fangelsi en aðrir.

Við fjöllum um bága stöðu sjúkrasjóða stéttarfélaganna en Bandalag háskólamanna hefur brugðið á það ráð að lækka styrki til að ná endum saman. Við skoðum hvernig staðan verður á Kvennaathvarfinu yfir hátíðirnar og fjöllum um tillögu Minjastofnunar um friðun Víkurgarðs, en stofnunin telur mikilvægt að varðveita minjar um elsta kirkjustað Reykvíkinga og kirkjugarð.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttatímanum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×