Stóru endurskoðunarfyrirtækin í Bretlandi horfa fram á hertari reglur Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 19. desember 2018 08:45 KPMG er eitt af hinum stóru fjóru. vísir/getty Bresk samkeppnisyfirvöld leggja til mikla herðingu á þeim reglum er varða endurskoðunarfyrirtæki þar í landi. Í tveimur nýjum skýrslum, sem ætlað var að taka á samkeppnisvanda og hagsmunaárekstrum í greininni, má finna róttækar tillögur um herðingu á regluverkinu, að því er Financial Times greinir frá. Lagt er til að endurskoðunarfyrirtæki aðskilji endurskoðendur frá annarri starfsemi fyrirtækjanna, og að stórum skráðum fyrirtækjum í Bretlandi verði gert að kaupa þjónustu af tveimur endurskoðunarfyrirtækjum. Þá þurfi meira eftirlit með þeim stjórnendum fyrirtækja sem sjá um val á endurskoðendum en þeir eru til dæmis sagðir velja þá endurskoðendur sem „falla að fyrirtækjamenningunni“ frekar en þá sem vanda vinnubrögðin. Stærstu endurskoðunarfyrirtæki Bretlands hafa verið í sviðsljósinu eftir röð stórfelldra mistaka, til dæmis í tengslum við gjaldþrot breska verktakafyrirtækisins Carillion. Þau hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir versnandi gæði á endurskoðunum og hagsmunaárekstra. Stóru endurskoðunarfyrirtækin tóku vel í tillögurnar. „Það er ljóst að traust í garð atvinnugreinarinnar er ekki jafn mikið og það á að vera, og við styðjum breytingar sem auka gæði endurskoðana og viðhalda samkeppnishæfni greinarinnar í Bretlandi,“ sagði David Sproul, forstjóri Deloitte í Bretlandi. Þó hafa sumir meðeigendur lýst yfir áhyggjum yfir tillögunum, sér í lagi þeim sem mæla fyrir því að tvö endurskoðunarfyrirtæki þurfi fara yfir ársreikninga skráðra fyrirtækja. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Bresk samkeppnisyfirvöld leggja til mikla herðingu á þeim reglum er varða endurskoðunarfyrirtæki þar í landi. Í tveimur nýjum skýrslum, sem ætlað var að taka á samkeppnisvanda og hagsmunaárekstrum í greininni, má finna róttækar tillögur um herðingu á regluverkinu, að því er Financial Times greinir frá. Lagt er til að endurskoðunarfyrirtæki aðskilji endurskoðendur frá annarri starfsemi fyrirtækjanna, og að stórum skráðum fyrirtækjum í Bretlandi verði gert að kaupa þjónustu af tveimur endurskoðunarfyrirtækjum. Þá þurfi meira eftirlit með þeim stjórnendum fyrirtækja sem sjá um val á endurskoðendum en þeir eru til dæmis sagðir velja þá endurskoðendur sem „falla að fyrirtækjamenningunni“ frekar en þá sem vanda vinnubrögðin. Stærstu endurskoðunarfyrirtæki Bretlands hafa verið í sviðsljósinu eftir röð stórfelldra mistaka, til dæmis í tengslum við gjaldþrot breska verktakafyrirtækisins Carillion. Þau hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir versnandi gæði á endurskoðunum og hagsmunaárekstra. Stóru endurskoðunarfyrirtækin tóku vel í tillögurnar. „Það er ljóst að traust í garð atvinnugreinarinnar er ekki jafn mikið og það á að vera, og við styðjum breytingar sem auka gæði endurskoðana og viðhalda samkeppnishæfni greinarinnar í Bretlandi,“ sagði David Sproul, forstjóri Deloitte í Bretlandi. Þó hafa sumir meðeigendur lýst yfir áhyggjum yfir tillögunum, sér í lagi þeim sem mæla fyrir því að tvö endurskoðunarfyrirtæki þurfi fara yfir ársreikninga skráðra fyrirtækja.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira