Handbolti

Ragnar verður samherji Arnórs hjá Bergrischer

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar er að gera góða hluti og er kominn í þýsku úrvalsdeildina frá og með næsta sumri.
Ragnar er að gera góða hluti og er kominn í þýsku úrvalsdeildina frá og með næsta sumri. vísir/vilhelm
Ragnar Jóhannsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Bergrischer og mun ganga í raðir félagsins næsta sumar frá Hüttenberg þar sem hann leikur nú.

Selfyssingurinn hefur verið á mála hjá Hüttenberg síðustu tvö ár en spilaði með FH áður en hann ákvað að reyna fyrir sér í atvinnumennsku.

Ragnar gengur í raðir Bergrischer næsta sumar og hefur gert þar samning til sumarsins 2021 en hann hefur skorað 76 mörk og gefið 26 stoðsendingar í þýsku B-deildinni það sem af er tímabili.

Með Bergrischer leikur fyrir Arnór Þór Gunnarsson en hann hefur verið einn öflugasti leikmaður liðsins það sem af er vetri. Hann er fimmti markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar.

Bergrischer hefur farið vel af stað á þessu tímabili en þeir eru í sjöunda sæti deildarinnar. Ragnar og félagar í B-deildinni eru hins vegar í tíunda sætinu svo þetta er stórt skref fyrir Ragnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×