Tileinkar Bjarka Má bókina Íslensk knattspyrna 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2018 16:30 Bjarki og Ástrós með dóttur sína. Skjámynd/S2 Víðir Sigurðsson kemur að venju með bókina Íslensk knattspyrna út fyrir jólin en þetta er 38. bókin í þessum bókarflokki. Fyrsta bókin kom út árið 1981. Víðir hélt útgáfuhóf fyrir bókina sína í gær og meðal gesta var Bjarki Már Sigvaldason. Víðir kallaði hann upp í hófinu en í fyrsta sinn í sögu bókarflokksins þá tileinkar Víðir einhverjum bók sína. Víðir ákvað að tileinka Bjarka bókina Íslensk knatttspyrna 2018. Eftir sex ára baráttu segja læknar að ekkert sé við ráðið og að Bjarki Már eigi nú stutt eftir. Bjarki og kona hans, Ástrós eiga tveggja mánaða dóttur en Bjarki talaði um veikindin í áhrifamiklu viðtali í Ísland í dag á Stöð 2 á dögunum. Bjarki segir það hafa verið mikið áfall að heyra að hann ætti bara nokkra mánuði eftir. Þau hafi ákveðið að reyna að njóta þeirra eins vel og hægt væri. „Það er það eina sem ég hugsa um núna. Að vakna á hverjum degi og lifa einn dag í einu.“ Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Bjarki Már Sigvaldason mætti í útgáfuhóf Víðis í gær og fékk þá þessa sögulega bók í hendurnar en Víðir talaði þá um að þetta sé í fyrsta sinn sem hann ákveður að tileinka einhverjum bókina sína sem hann hefur nú skrifað á hverju ári í að verða fjóra áratugi.Hér fyrir neðan má sjá tileinkun Víðis í bókinni: „Þessa bók tileinka ég annars Bjarka Má Sigvaldasyni, 31 árs gömlum knattspyrnuáhugamanni sem ég hef þekkt og fylgst með nánast frá því hann fæddist. Bjarki var sjálfur einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins og lykilmaður í drengjalandsliði Íslands á sínum tíma en meiðsli settu stórt strik í hans feril,“ skrifar Víðir og hélt áfram. „Undanfarin sex ár hefur hann síðan glímt við krabbamein og hefur á þeim tíma látið mikið til sín taka í umræðu og baráttu við slík veikindi á opinskáan hátt, þannig að þjóðin hefur tekið eftir, ásamt eiginkonu sinni og nú nýfæddri dóttur,“ skrifar Víðir í formála bókarinnar. Þar kemur einnig fram að Bjarki Már er einn af fjölmörgum ljósmyndurum í bókinni Íslensk knattspyrna í ár. „Bjarki er sjálfur á meðal þeirra sem eiga ljósmyndir í þessari bók en hann var í búningsklefa síns félags, HK, eftir að það tryggði sér úrvalsdeildarsæti í haust og tók þare skemmtilega mynd sem er á forsíðu kaflans um Inkasso-deild karl,“ skrifar Víðir en myndina má sjá hér fyrir neðan.ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2018 Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2018 eftir Víði Sigurðsson íþróttafréttamann en þetta er 38. bókin í þessum flokki sem hóf göngu sína árið 1981. Bókin er 272 blaðsíður, prýdd rúmlega 370 myndum, og í henni er að finna allt sem gerðist í íslenskum fótbolta á árinu 2018. Þar er umfjöllun um Íslandsmótið í öllum deildum karla og kvenna, alla landsleiki Íslands í öllum aldursflokkum og sérstaklega um þátttöku Íslands í lokakeppni HM í Rússlandi. Bikarkeppnin, Evrópuleikirnir, allt um atvinnumennina erlendis, allir yngri flokkarnir, úrslit og stöður. Mjög ítarleg tölfræði um leikmenn og lið í öllum deildum, deildaleiki og landsleiki, ásamt ferilskrá atvinnumannanna okkar. Viðtöl í bókinni eru við Heimi Hallgrímsson, Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Birki Má Sævarsson og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Hörður Magnússon skrifar pistil um Pepsi-deild karla, Edda Garðarsdóttir um Pepsi-deild kvenna og Helena Ólafsdóttir um Inkasso-deild kvenna og þá segir Wentzel Steinarr Kamban fyrirliði Aftureldingar frá keppninni í 2. deild karla. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Sjá meira
Víðir Sigurðsson kemur að venju með bókina Íslensk knattspyrna út fyrir jólin en þetta er 38. bókin í þessum bókarflokki. Fyrsta bókin kom út árið 1981. Víðir hélt útgáfuhóf fyrir bókina sína í gær og meðal gesta var Bjarki Már Sigvaldason. Víðir kallaði hann upp í hófinu en í fyrsta sinn í sögu bókarflokksins þá tileinkar Víðir einhverjum bók sína. Víðir ákvað að tileinka Bjarka bókina Íslensk knatttspyrna 2018. Eftir sex ára baráttu segja læknar að ekkert sé við ráðið og að Bjarki Már eigi nú stutt eftir. Bjarki og kona hans, Ástrós eiga tveggja mánaða dóttur en Bjarki talaði um veikindin í áhrifamiklu viðtali í Ísland í dag á Stöð 2 á dögunum. Bjarki segir það hafa verið mikið áfall að heyra að hann ætti bara nokkra mánuði eftir. Þau hafi ákveðið að reyna að njóta þeirra eins vel og hægt væri. „Það er það eina sem ég hugsa um núna. Að vakna á hverjum degi og lifa einn dag í einu.“ Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Bjarki Már Sigvaldason mætti í útgáfuhóf Víðis í gær og fékk þá þessa sögulega bók í hendurnar en Víðir talaði þá um að þetta sé í fyrsta sinn sem hann ákveður að tileinka einhverjum bókina sína sem hann hefur nú skrifað á hverju ári í að verða fjóra áratugi.Hér fyrir neðan má sjá tileinkun Víðis í bókinni: „Þessa bók tileinka ég annars Bjarka Má Sigvaldasyni, 31 árs gömlum knattspyrnuáhugamanni sem ég hef þekkt og fylgst með nánast frá því hann fæddist. Bjarki var sjálfur einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins og lykilmaður í drengjalandsliði Íslands á sínum tíma en meiðsli settu stórt strik í hans feril,“ skrifar Víðir og hélt áfram. „Undanfarin sex ár hefur hann síðan glímt við krabbamein og hefur á þeim tíma látið mikið til sín taka í umræðu og baráttu við slík veikindi á opinskáan hátt, þannig að þjóðin hefur tekið eftir, ásamt eiginkonu sinni og nú nýfæddri dóttur,“ skrifar Víðir í formála bókarinnar. Þar kemur einnig fram að Bjarki Már er einn af fjölmörgum ljósmyndurum í bókinni Íslensk knattspyrna í ár. „Bjarki er sjálfur á meðal þeirra sem eiga ljósmyndir í þessari bók en hann var í búningsklefa síns félags, HK, eftir að það tryggði sér úrvalsdeildarsæti í haust og tók þare skemmtilega mynd sem er á forsíðu kaflans um Inkasso-deild karl,“ skrifar Víðir en myndina má sjá hér fyrir neðan.ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2018 Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2018 eftir Víði Sigurðsson íþróttafréttamann en þetta er 38. bókin í þessum flokki sem hóf göngu sína árið 1981. Bókin er 272 blaðsíður, prýdd rúmlega 370 myndum, og í henni er að finna allt sem gerðist í íslenskum fótbolta á árinu 2018. Þar er umfjöllun um Íslandsmótið í öllum deildum karla og kvenna, alla landsleiki Íslands í öllum aldursflokkum og sérstaklega um þátttöku Íslands í lokakeppni HM í Rússlandi. Bikarkeppnin, Evrópuleikirnir, allt um atvinnumennina erlendis, allir yngri flokkarnir, úrslit og stöður. Mjög ítarleg tölfræði um leikmenn og lið í öllum deildum, deildaleiki og landsleiki, ásamt ferilskrá atvinnumannanna okkar. Viðtöl í bókinni eru við Heimi Hallgrímsson, Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Birki Má Sævarsson og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Hörður Magnússon skrifar pistil um Pepsi-deild karla, Edda Garðarsdóttir um Pepsi-deild kvenna og Helena Ólafsdóttir um Inkasso-deild kvenna og þá segir Wentzel Steinarr Kamban fyrirliði Aftureldingar frá keppninni í 2. deild karla.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Sjá meira