Enski boltinn

Klopp kærður fyrir að hlaupa inn á völlinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Klopp er maður tilfinninganna.
Klopp er maður tilfinninganna. vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið ákvað í dag að kæra Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, fyrir hegðun hans undir lok leiks Liverpool og Everton í gær.

Klopp missti sig í gleðinni er hans menn skoruðu ótrúlegt sigurmark í uppbótartíma og hljóp inn á völlinn til þess að fagna.

Klopp baðst afsökunar á hegðun sinni eftir leik en hann hefur fram á fimmtudag til þess að svara kærunni formlega.

„Ég verð að biðjast afsökunar því ég ætlaði ekki að sýna neinum vanvirðingu. Ég bara réð ekki við mig,“ sagði Klopp eftir leikinn.

Fastlega er búist við því að Klopp fái sekt fyrir sprettinn en ekki leikbann.




Tengdar fréttir

London og Liverpool verða rauð 

Nágrannaslagir voru þema helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. Chelsea hitaði upp með sigri gegn Fulham. Mesta fjörið var í leik Arsenal og Tottenham Hotspur. Dramatíkin var svo allsráðandi þegar Liverpool fékk Everton í heimsókn

Klopp: Gat ekki haldið aftur af mér

Jurgen Klopp gat ekki hamið fögnuð sinn þegar Divock Origi skoraði sigurmark Liverpool gegn Everton í uppbótartíma á Anfield í dag. Þýski knattspyrnustjórinn hljóp inn á völlinn í fagnaðarlátum sínum þó leiktíminn væri ekki úti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×