Enski boltinn

Þurfti að svara fyrir að velja engan úr Arsenal í Norður-Lundúnaliðið eftir leik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tim Sherwood telur sitt gamla lið vera miklu betra en Arsenal sem er án taps í 19 leikjum í röð.
Tim Sherwood telur sitt gamla lið vera miklu betra en Arsenal sem er án taps í 19 leikjum í röð. skjáskot
Tim Sherwood, fyrrverandi miðjumaður Tottenham, þurfti að svara fyrir sig í þættinum The Debate á Sky Sports í gærkvöldi eftir val hans á sameiginlegu liði Arsenal og Tottenham fyrir Norður-Lundúnaslaginn á sunnudaginn.

Sherwood setti ekki einn einasta leikmann Arsenal í liðið heldur stillti bara upp byrjunarliði Tottenham. Spurs tapaði svo, 4-2, eftir að vera 2-1 yfir í hálfleik.

Hann skammaðist sín nú ekkert mikið, eiginlega ekkert. Ef að hann ætti tímavél hefði hann ekki gert nema eina breytingu á liðinu þrátt fyrir sannfærandi sigur Arsenal.

„Ef ég þyrfti að breyta einhverju núna eftir að horfa á leikinn myndi ég setja Aubameyang í liðið fyrir Son,“ sagði Sherwood.

„Torreira er þarna líka nálægt. Ef að hann spilar jafnvel á móti United á Old Trafford í vikunni og heldur áfram að vera svona góður þá kemst hann líka í liðið.“

„Þessir strákar í liðinu sem að ég valdi eru búnir að vera góðir í þrjú ár og bæta sig nánast með hverjum leik. Þeir voru ekki bara góðir í einum leik. Ég held mig því við mitt lið,“ sagði Tim Sherwood.

Alla umræðuna um leikinn má sjá hér að neðan en talað er um sameiginlega liðið eftir 17 mínútur og 40 sekúndur.


Tengdar fréttir

Tottenham setti bananahýðiskastarann í bann

Stuðningsmaðurinn sem kastaði bananahýði í átt að Pierre-Emerick Aubameyang á leik Arsenal og Tottenham í gær hefur verið bannaður frá því að mæta á leiki með Tottenham um ókomna tíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×