Hvergi bangin og ætlar að styrkja Litlu hafpulsuna með gulli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2018 12:03 Steinnun Gunnlaugsdóttir vonast til að sá sem olli skemmdaverkunum stigi fram. Henni dettur ekki í hug að kæra viðkomandi. FBL/Ernir Steinunn Gunnlaugsdóttir listakona segir að það væri gaman ef sá sem olli skemmdunum á Litlu hafpulsunni stigi fram og útskýrði hvers vegna. Henni dettur ekki í huga að kæra nokkurn fyrir skemmdaverk og setur fyrirvara við það að um skemmdarverk sé að ræða þó hún telji það líklegt. „Þetta er hluti af því að setja listaverk í almannarými,“ segir Steinunn. Borgarbúar vöknuðu við það að Litla hafpulsan, listaverk sem staðið hefur í Reykjavíkurtjörn frá 26. október, var ekki með fulla reisn. Steinunn segist hafa tekið tíðindunum með stóískri ró. „Ég bjóst ekkert endilega við að þetta myndi lifa svona lengi. Þetta er í almannarými, mjög áberandi og hefur vakið mjög mikla athygli.“Hér sést Litla Hafpulsan á Reykjavíkurtjörn í morgun.Vísir/VilhelmBakgrunnur Steinunnar er úr veggalist, graffíti. „Svo ég er vön því að ef maður spreyjar eitthvað á vegg sem er mjög flott, þá spreyjar bara einhver eða málar yfir það.“ Til stóð að taka Litlu hafpulsuna niður nú í desember. Steinunn hefur fengið boð frá Danmörku um að birta listaverkið þar. Hún segir tíðindi dagsins ekki hafa áhrif á þau áform. Hún horfir til japanskrar hefðar þegar hún veltir viðgerð á listaverkinu fyrir sér. „Þegar leirker eða bollar brotna í Japan þá heiðrarðu brotið með því að setja gull í sárið,“ segir Steinunn. Það tengist þeirri speki að hið gamla sé fallegt, það sem hafi gengið í gegnum lífsreynslu sé verðmætara fyrir vikið. „Þetta er náttúrulega bara aflimun, „clear cut“, og dálítið leiðinlegt að missa þennan hluta - þessa fullu reisn sem er bara hálf fyrir vikið. En ég myndi samt segja að betri helmingurinn væri eftir.“Hér sést Litla Hafpulsan á Reykjavíkurtjörn í fyrradag.Vísir/VilhelmSteinunn hefur upptökur úr vefmyndavél Mílu undir höndum. Um er að ræða timelapse í nótt þar sem birtast myndir á tveggja mínútna fresti. Því miður sést ekki á upptökunni hvað verður til þess að listaverkið skemmist. Hún telur líklegast að það hafi verið skemmd. Listaverkið er úr gegnheilu frauðplasti sem er húðað með sentimetra þykkri plastskel. Verkið er því ekki glerhart. „Ef einhver hefur kastað mjög þungum steini beint á hana þá hefði hún borið þess merki,“ segir Steinunn. „Mér myndi ekki detta í hug að kæra einhvern fyrir þetta. En það væri gaman ef einhver stigi fram og útskýrði af hverju viðkomandi gerði þetta.“ Menning Tengdar fréttir „Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38 Litla hafpulsan hefur misst reisn sína Svo virðist sem skemmdir hafi verið unnar á listaverkinu Litlu hafpulsunni í Tjörninni eða verkið hafi farið illa í vindi í höfuðborginni í nótt. 7. desember 2018 10:04 Litla hafpulsan í tjörninni vekur athygli Listaverkið Litla Hafpulsan var afhjúpað í gær og stendur í Tjörninni í Reykjavík. Listakonan Steinunn Gunnlaugsdóttir segir pulsuna vera myndlíkingu fyrir lýðræðið. 27. október 2018 16:38 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Steinunn Gunnlaugsdóttir listakona segir að það væri gaman ef sá sem olli skemmdunum á Litlu hafpulsunni stigi fram og útskýrði hvers vegna. Henni dettur ekki í huga að kæra nokkurn fyrir skemmdaverk og setur fyrirvara við það að um skemmdarverk sé að ræða þó hún telji það líklegt. „Þetta er hluti af því að setja listaverk í almannarými,“ segir Steinunn. Borgarbúar vöknuðu við það að Litla hafpulsan, listaverk sem staðið hefur í Reykjavíkurtjörn frá 26. október, var ekki með fulla reisn. Steinunn segist hafa tekið tíðindunum með stóískri ró. „Ég bjóst ekkert endilega við að þetta myndi lifa svona lengi. Þetta er í almannarými, mjög áberandi og hefur vakið mjög mikla athygli.“Hér sést Litla Hafpulsan á Reykjavíkurtjörn í morgun.Vísir/VilhelmBakgrunnur Steinunnar er úr veggalist, graffíti. „Svo ég er vön því að ef maður spreyjar eitthvað á vegg sem er mjög flott, þá spreyjar bara einhver eða málar yfir það.“ Til stóð að taka Litlu hafpulsuna niður nú í desember. Steinunn hefur fengið boð frá Danmörku um að birta listaverkið þar. Hún segir tíðindi dagsins ekki hafa áhrif á þau áform. Hún horfir til japanskrar hefðar þegar hún veltir viðgerð á listaverkinu fyrir sér. „Þegar leirker eða bollar brotna í Japan þá heiðrarðu brotið með því að setja gull í sárið,“ segir Steinunn. Það tengist þeirri speki að hið gamla sé fallegt, það sem hafi gengið í gegnum lífsreynslu sé verðmætara fyrir vikið. „Þetta er náttúrulega bara aflimun, „clear cut“, og dálítið leiðinlegt að missa þennan hluta - þessa fullu reisn sem er bara hálf fyrir vikið. En ég myndi samt segja að betri helmingurinn væri eftir.“Hér sést Litla Hafpulsan á Reykjavíkurtjörn í fyrradag.Vísir/VilhelmSteinunn hefur upptökur úr vefmyndavél Mílu undir höndum. Um er að ræða timelapse í nótt þar sem birtast myndir á tveggja mínútna fresti. Því miður sést ekki á upptökunni hvað verður til þess að listaverkið skemmist. Hún telur líklegast að það hafi verið skemmd. Listaverkið er úr gegnheilu frauðplasti sem er húðað með sentimetra þykkri plastskel. Verkið er því ekki glerhart. „Ef einhver hefur kastað mjög þungum steini beint á hana þá hefði hún borið þess merki,“ segir Steinunn. „Mér myndi ekki detta í hug að kæra einhvern fyrir þetta. En það væri gaman ef einhver stigi fram og útskýrði af hverju viðkomandi gerði þetta.“
Menning Tengdar fréttir „Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38 Litla hafpulsan hefur misst reisn sína Svo virðist sem skemmdir hafi verið unnar á listaverkinu Litlu hafpulsunni í Tjörninni eða verkið hafi farið illa í vindi í höfuðborginni í nótt. 7. desember 2018 10:04 Litla hafpulsan í tjörninni vekur athygli Listaverkið Litla Hafpulsan var afhjúpað í gær og stendur í Tjörninni í Reykjavík. Listakonan Steinunn Gunnlaugsdóttir segir pulsuna vera myndlíkingu fyrir lýðræðið. 27. október 2018 16:38 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
„Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38
Litla hafpulsan hefur misst reisn sína Svo virðist sem skemmdir hafi verið unnar á listaverkinu Litlu hafpulsunni í Tjörninni eða verkið hafi farið illa í vindi í höfuðborginni í nótt. 7. desember 2018 10:04
Litla hafpulsan í tjörninni vekur athygli Listaverkið Litla Hafpulsan var afhjúpað í gær og stendur í Tjörninni í Reykjavík. Listakonan Steinunn Gunnlaugsdóttir segir pulsuna vera myndlíkingu fyrir lýðræðið. 27. október 2018 16:38