Erlent

Lifði kjarreldana miklu af og gæti rústa heimilisins vikum saman

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Madison er einn tryggur hundur.
Madison er einn tryggur hundur. AP/Sheyla Sullivan
Fáir hundar eru jafn tryggir eiganda sínum og bandaríski hundurinn Madison sem sat í nærri mánuð fyrir utan rústir heimilis hans og eiganda hans í bænum Paradís í Kaliforníu. Heimilið var eitt af þeim fjölmörgu sem varð kjarreldunum miklu í síðasta mánuði að bráð.

Hundurinn slapp lifandi frá kjarreldunum en eigandi hans, Andrea Gaylord, þurfti að flýja heimili sitt vegna eldana. Hún hafði ekki séð hundinn sinn vikum saman fyrr en hún sneri aftur að því sem eftir er af heimili þeirra í síðustu viku. Hún vissi þó að hann væri á lífi þar sem hún hafði beðið Sheyla Sullivan, sérstakan dýrabjörgunarmann á svæðinu, að athuga hvort hún gæti fundið Madison.

Þegar Sullivan keyrði að heimili Gaylord beið Madison fyrir utan heimilið, væntanlega eftir eigenda sínum. Sullivan sagði í samtali við fréttaveitu AP að Madison hafi ekki viljað nálgast sig en hún hafi skilið eftir fæði og vatn þangað til að Gaylord gat snúið aftur.

„Ímyndið ykkur tryggðina sem þessi hundur sýnir með því að bíða hérna í verstu mögulegum aðstæðum,“ sagði Gaylord í samtali við ABC fréttastofuna. Bætti hún því við að hún gæti ekki beðið um betri hund.


Tengdar fréttir

Hundraða er enn saknað

Að minnsta kosti 631 er enn saknað í norðurhluta Kaliforníu vegna Camp-skógareldanna sem þar hafa riðið yfir. Tala látinna hækkar hvern einasta dag og stóð í 63 í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×