Erlent

Fjórir dánir eftir skotárás í Chicago

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá vettvangi í gær.
Frá vettvangi í gær. vísir/getty
Fjórir eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð á sjúkrahúsi í bandarísku stórborginni Chicago í gærkvöldi, tveir starfsmenn spítalans, einn lögreglumaður og árásarmaðurinn sjálfur. Starfsmennirnir voru konur, önnur var læknir en hin aðstoðarkona lyfjafræðings.

Talskona lögreglunnar segir að árásarmaðurinn hafi dáið í skotbardaga við lögreglu, en þó er óljóst hvort hann hafi fallið fyrir kúlum lögreglunnar eða fyrirfarið sér.

Svo virðist sem ástæða árásarinnar hafi verið af persónulegum toga en byssumaðurinn virtist beina reiði sinni að konu sem hann hafði átt í sambandi við og starfaði á spítalanum. Talið er að komið hafi til rifrildis á milli þeirra tveggja á bílastæði spítalans sem hafi endað með þessum skelfilega hætti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×