Erlent

„Mögulega grimmilegasti og skelfilegasti glæpur sem ég hef fengist við“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Christopher Watts játaði að hafa myrt eiginkonu sína og dætur. Kom hann dætrunum fyrir í olíutanki og gróf eiginkonu sína í grunnri gröf. Hún var ólétt af þriðja barni þeirra.
Christopher Watts játaði að hafa myrt eiginkonu sína og dætur. Kom hann dætrunum fyrir í olíutanki og gróf eiginkonu sína í grunnri gröf. Hún var ólétt af þriðja barni þeirra. vísir/getty
Hinn 33 ára gamli Chris Watts frá Colorado í Bandaríkjunum hlaut í gær fimm lífstíðarfangelsisdóma fyrir að myrða eiginkonu sína Shanann og dætur þeira Bellu og Celeste í ágúst síðastliðnum.

Shanann var 34 ára gömul og var komin fimmtán vikur á leið með þriðja barn þeirra hjóna. Bella var fjögurra ára gömul og Celeste þriggja ára.

Samkvæmt dómnum mun Watts ekki eiga möguleika því að losna fyrr á skilorði en dómarinn var ómyrkur í máli þegar hann kvað upp dóm sinn.

„Þetta er mögulega grimmilegast og skelfilegasti glæpur sem ég hef fengist við af öllum þeim þúsundum mála sem hafa komið inn á mitt borð,“ sagði Marcelo A. Kopcow, dómari í málinu.

Auk fimm lífstíðardóma fékk Watts 48 ára fangelsisdóm fyrir að rjúfa meðgöngu Shanann með ólögmætum hætti og 36 ára dóm fyrir að losa sig við líkin.

Lík stúlknanna fundust í olíutanki, skammt frá líki móðurinnar, sem hafði verið komið fyrir í grunnri gröf.

Watts játaði að hafa orðið konu sinni og dætrum að bana fyrr í þessum í mánuði en í staðinn fór saksóknari í málinu ekki fram á dauðarefsingu yfir honum.

Watts ræddi við fjölmiðla daginn eftir að hann tilkynnti um hvarf eiginkonu sinnar og dætra. Bað hann þær um að koma aftur heim en tveimur dögum síðar var Watts sjálfur handtekinn grunaður um að hafa myrt þær.

Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Fréttin hefur verið uppfærð.






Tengdar fréttir

Líkin fundust í olíutanki

Lík móður og tveggja dætra hennar fundust í olíutanki í Colorado. Faðirinn hefur verið handtekinn vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×