Enski boltinn

Guðjón Valur með stórleik í sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þessi maður er ótrúlegur.
Þessi maður er ótrúlegur. vísir/getty
Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur á vellinum þegar Rhein-Neckar Löwen sótti Eulen Ludwigshafen heim í þýsku Bundesligunni í handbolta.

Landsliðsfyrirliðinn setti lítil tíu mörk í 28-21 sigri Rhein-Neckar og skoraði því meira en þriðjung marka Ljónanna. Alexander Petersson bætti við tveimur af mörkum Rhein-Neckar.

Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Erlangen settu tvö stig á milli síns og fallsætisins með sigri á Leipzig í baráttu liða í botnbaráttunni.

Erlangen leiddi 15-13 í hálfleik í mjög jöfnum leik. Erlangen komst yfir 24-23 þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og það reyndist sigurmarkið, eins marks sigur Erlangen raunin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×