Enski boltinn

Óvíst hvort Welbeck spili meira á tímabilinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Welbeck var sárþjáður og var á endanum borinn út af vellinum
Welbeck var sárþjáður og var á endanum borinn út af vellinum vísir/getty
Danny Welbeck fór í aðgerð á föstudag og mun ekki spila fyrir Arsenal í „langan tíma“ samkvæmt knattspyrnustjóranum Unai Emery.

Welbeck ökklabrotnaði í leik Arsenal og Sporting Lisbon í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Eftir leik Arsenal og Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær sagði Emery að langt væri í að framherjinn gæti spilað á ný.

„Það er langur tími í að hann snúi til baka,“ sagði Spánverjinn.

Aðspurður hvort Welbeck myndi spila aftur á þessu tímabili svaraði Emery: „Læknirinn getur svarað því betur en ég.“

Welbeck skoraði fimm mörk í 14 leikjum til þessa á tímabilinu fyrir Arsenal og var í landsliðshóp Englands fyrir vináttuleik gegn Bandaríkjunum og leik í Þjóðadeildinni gegn Króatíu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×