Framleiðni á Íslandi jókst um þriðjung með einu pennastriki Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. nóvember 2018 20:00 Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Ísland er ekki í nýjum tölum OECD um vinnustundir því Hagstofa Íslands birti fyrr á þessu ári nýtt mat á útreikningum vinnustunda og á OECD eftir að taka tillit til þess. Í mati Hagstofunnar kemur fram að fjöldi vinnustunda á Íslandi sé 16-22 prósent lægri en áður var talið. Það skýrist meðal annars af því að einstaklingar hafi gefið upp of margar vinnustundir í úrtakskönnun vinnumarkaðsrannsóknar. Í því sambandi hafi verið bent á að hefðbundin 40 stunda vinnuvika sé í raun styttri vegna kjarasamningsbundinna réttinda. Þannig hafi menn tekið matartíma og hlé inn í fjölda vinnustunda. Langur vinnudagur Íslendinga hefur lengi þótt vitnisburður um eljusemi og starfsþrótt en er hann kannski bara þjóðsaga? Og hvernig koma tölur um vinnustundir Íslendinga á grundvelli nýrra útreikninga Hagstofunnar út í samanburði við nýbirtar tölur OECD? Ísland var með 1883 vinnustundir á ári miðað við eldri útreikninga og hefði því endað milli Ísraels og Póllands í fyrra. Útfrá leiðréttri aðferðafræði Hagstofunnar vinna Íslendingar um 1487 vinnustundir á ári og hefði það skilað Íslendingum á milli Hollands og Frakklands en aðeins fjögur ríki vinna færri stundir. Það var Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, sem fyrstur greindi frá þessu á Twitter. OECD hefur tekið Ísland út úr tölum um vinnutíma. Enda virðist hann hafa verið ofmetinn svo langur vinnudagur Íslendinga er því mýta. Miðað við Hagstofuna er talan 1487 stundir sem setur Ísland á milli Hollands og Frakklands, með stuttan vinnutíma. https://t.co/sm9m9PbdR5 https://t.co/F0B80ShHVt— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) November 11, 2018 Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta gjörbreyta tölum um framleiðni hér á landi. „Framleiðni vinnuafls á Íslandi er mun betri en áður var talið. Nýju tölurnar sýna um það bil 30 prósent meiri framleiðni á hverja vinnustund á Íslandi heldur en í fyrri birtum tölum OECD,“ segir Hannes. Í raun jókst framleiðni á Íslandi með einu pennastriki þegar Hagstofan leiðrétti útreikning um fjölda vinnustunda. „Frá því að vera undir meðaltali í alþjóðlegum samanburði þá er Ísland 20 prósent yfir meðaltalinu og orðið sambærilegt við Svíþjóð, hærra en Finnland og meðal efstu þjóða hvað framleiðni varðar,“ segir Hannes. Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Ísland er ekki í nýjum tölum OECD um vinnustundir því Hagstofa Íslands birti fyrr á þessu ári nýtt mat á útreikningum vinnustunda og á OECD eftir að taka tillit til þess. Í mati Hagstofunnar kemur fram að fjöldi vinnustunda á Íslandi sé 16-22 prósent lægri en áður var talið. Það skýrist meðal annars af því að einstaklingar hafi gefið upp of margar vinnustundir í úrtakskönnun vinnumarkaðsrannsóknar. Í því sambandi hafi verið bent á að hefðbundin 40 stunda vinnuvika sé í raun styttri vegna kjarasamningsbundinna réttinda. Þannig hafi menn tekið matartíma og hlé inn í fjölda vinnustunda. Langur vinnudagur Íslendinga hefur lengi þótt vitnisburður um eljusemi og starfsþrótt en er hann kannski bara þjóðsaga? Og hvernig koma tölur um vinnustundir Íslendinga á grundvelli nýrra útreikninga Hagstofunnar út í samanburði við nýbirtar tölur OECD? Ísland var með 1883 vinnustundir á ári miðað við eldri útreikninga og hefði því endað milli Ísraels og Póllands í fyrra. Útfrá leiðréttri aðferðafræði Hagstofunnar vinna Íslendingar um 1487 vinnustundir á ári og hefði það skilað Íslendingum á milli Hollands og Frakklands en aðeins fjögur ríki vinna færri stundir. Það var Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, sem fyrstur greindi frá þessu á Twitter. OECD hefur tekið Ísland út úr tölum um vinnutíma. Enda virðist hann hafa verið ofmetinn svo langur vinnudagur Íslendinga er því mýta. Miðað við Hagstofuna er talan 1487 stundir sem setur Ísland á milli Hollands og Frakklands, með stuttan vinnutíma. https://t.co/sm9m9PbdR5 https://t.co/F0B80ShHVt— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) November 11, 2018 Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta gjörbreyta tölum um framleiðni hér á landi. „Framleiðni vinnuafls á Íslandi er mun betri en áður var talið. Nýju tölurnar sýna um það bil 30 prósent meiri framleiðni á hverja vinnustund á Íslandi heldur en í fyrri birtum tölum OECD,“ segir Hannes. Í raun jókst framleiðni á Íslandi með einu pennastriki þegar Hagstofan leiðrétti útreikning um fjölda vinnustunda. „Frá því að vera undir meðaltali í alþjóðlegum samanburði þá er Ísland 20 prósent yfir meðaltalinu og orðið sambærilegt við Svíþjóð, hærra en Finnland og meðal efstu þjóða hvað framleiðni varðar,“ segir Hannes.
Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira