Enski boltinn

Ósætti innan liðs United vegna Matic

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Matic kom frá Chelsea fyrir 40 milljónir punda 2017
Matic kom frá Chelsea fyrir 40 milljónir punda 2017 vísir/getty
Leikmenn í liði Manchester United eru ekki sáttir við að Nemanja Matic eigi fast sæti í byrjunarliði liðsins. Þetta segir grein The Times í dag.

Serbinn hefur legið undir nokkurri gagnrýni á tímabilinu og lélegur varnarleikur hans leiddi til þess að Ilkay Gundogan skoraði þriðja markið í 3-1 sigri Manchester City í grannaslagnum um helgina.

Matic byrjaði vel með United þegar hann kom til liðsins fyrir síðasta tímabil en eftir áramót fór frammistaða hans niður á við. Þrátt fyrir það hélt hann alltaf sæti sínu og byrjaði 35 af 38 leikjum í deildinni síðasta vetur.

Á þessu tímabili hefur Matic byrjað alla leiki nema þegar hann var meiddur.

Traustið sem Matic fær frá Jose Mourinho kemur mörgum innan félagsins á óvart og sumum leikmönnum liðsins finnst miðjumaðurinn vera ósnertanlegur og eiga sæti sitt víst sama hversu vel eða illa hann spilar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×