Fær enn morðhótanir eftir að hún sakaði hæstaréttardómaraefni um kynferðisofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2018 15:20 Christine Blasey Ford sór eið um sannsögli þegar hún kom fyrir þingnefnd í september. Getty/Win McNamee Lífverðir þurfa enn að gæta öryggis Christine Blasey Ford, konunnar sem sakaði hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um kynferðisofbeldi nú þegar meira en mánuður er liðinn frá því að hún bar vitni fyrir þingnefnd. Hún hefur heldur ekki getað snúið aftur til vinnu og fær enn morðhótanir. Blasey Ford sakaði Brett Kavanaugh, sem Trump tilnefndi til hæstarréttar, um að hafa reynt að nauðga sér í teiti á námsárum þeirra í Maryland. Stuðningsmenn Kavanaugh, þar á meðal Trump forseti, héldu því fram að ásakanir Blasey Ford og fleiri kvenna væru að „rústa“ lífi Kavanaugh. Kavanaugh var skipaður hæstaréttardómari í síðasta mánuði og tók sæti 9. október. Hæstaréttardómarar eru skipaðir til lífstíðar. Á meðan fær Blasey Ford hins vegar hótanir. Lögmaður hennar sagði í yfirlýsingu til NPR í síðustu viku að hún hafi þurft að flytja fjórum sinnum vegna þeirra. Hún hafi ekki getað snúið aftur til vinnu sem prófessor við Palo Alto-háskólann í Kaliforníu og óljóst sé hvenær hún geti það. Öryggisverðir gæti hennar. Þegar Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings lýsti hún því hvernig hún hefði verið áreitt linnulaust og fengið morðhótanir eftir að hún steig fram. „Fólk hefur birt persónulegar upplýsingar um mig á netinu. Þetta hefur leitt til frekari tölvupósta, símhringinga og hótana. Við fjölskyldan neyddumst til að flytja út af heimilinu. Við fjölskyldan höfum búið að nokkrum ólíkum öruggum stöðum með vörðum,“ sagði hún þá.Kavanaugh (t.h.) var kampakátur við athöfn sem var haldin honum til heiðurs í Hæstarétti Bandaríkjanna 8. nóvember. Hann tók sæti Anthony Kennedy (t.v.) sem hætti störfum á þessu ári.Vísir/AP Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist handviss um að sálfræðiprófessorinn hafi farið mannavillt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera hundrað prósent viss um að Dr. Christine Blasey Ford hafi haft Brett Kavanaugh fyrir rangri sök þegar hún sakaði hann um kynferðisofbeldi í yfirheyrslum vegna tilnefningar hans til embættis dómara Hæstaréttar. 6. október 2018 23:13 Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09 Skipan Bretts Kavanaugh staðfest Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. 6. október 2018 20:07 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Lífverðir þurfa enn að gæta öryggis Christine Blasey Ford, konunnar sem sakaði hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um kynferðisofbeldi nú þegar meira en mánuður er liðinn frá því að hún bar vitni fyrir þingnefnd. Hún hefur heldur ekki getað snúið aftur til vinnu og fær enn morðhótanir. Blasey Ford sakaði Brett Kavanaugh, sem Trump tilnefndi til hæstarréttar, um að hafa reynt að nauðga sér í teiti á námsárum þeirra í Maryland. Stuðningsmenn Kavanaugh, þar á meðal Trump forseti, héldu því fram að ásakanir Blasey Ford og fleiri kvenna væru að „rústa“ lífi Kavanaugh. Kavanaugh var skipaður hæstaréttardómari í síðasta mánuði og tók sæti 9. október. Hæstaréttardómarar eru skipaðir til lífstíðar. Á meðan fær Blasey Ford hins vegar hótanir. Lögmaður hennar sagði í yfirlýsingu til NPR í síðustu viku að hún hafi þurft að flytja fjórum sinnum vegna þeirra. Hún hafi ekki getað snúið aftur til vinnu sem prófessor við Palo Alto-háskólann í Kaliforníu og óljóst sé hvenær hún geti það. Öryggisverðir gæti hennar. Þegar Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings lýsti hún því hvernig hún hefði verið áreitt linnulaust og fengið morðhótanir eftir að hún steig fram. „Fólk hefur birt persónulegar upplýsingar um mig á netinu. Þetta hefur leitt til frekari tölvupósta, símhringinga og hótana. Við fjölskyldan neyddumst til að flytja út af heimilinu. Við fjölskyldan höfum búið að nokkrum ólíkum öruggum stöðum með vörðum,“ sagði hún þá.Kavanaugh (t.h.) var kampakátur við athöfn sem var haldin honum til heiðurs í Hæstarétti Bandaríkjanna 8. nóvember. Hann tók sæti Anthony Kennedy (t.v.) sem hætti störfum á þessu ári.Vísir/AP
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist handviss um að sálfræðiprófessorinn hafi farið mannavillt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera hundrað prósent viss um að Dr. Christine Blasey Ford hafi haft Brett Kavanaugh fyrir rangri sök þegar hún sakaði hann um kynferðisofbeldi í yfirheyrslum vegna tilnefningar hans til embættis dómara Hæstaréttar. 6. október 2018 23:13 Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09 Skipan Bretts Kavanaugh staðfest Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. 6. október 2018 20:07 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Trump segist handviss um að sálfræðiprófessorinn hafi farið mannavillt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera hundrað prósent viss um að Dr. Christine Blasey Ford hafi haft Brett Kavanaugh fyrir rangri sök þegar hún sakaði hann um kynferðisofbeldi í yfirheyrslum vegna tilnefningar hans til embættis dómara Hæstaréttar. 6. október 2018 23:13
Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09
Skipan Bretts Kavanaugh staðfest Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. 6. október 2018 20:07