Viðskipti innlent

Spá meiri verðbólgu á næstunni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í tilkynningu frá greiningardeildinni segir að þessi spá þýði að tólf mánaða taktur verðbólgu hækki í 3,4 prósent úr 2,8 prósent frá síðasta mánuði.
Í tilkynningu frá greiningardeildinni segir að þessi spá þýði að tólf mánaða taktur verðbólgu hækki í 3,4 prósent úr 2,8 prósent frá síðasta mánuði. vísir/vilhelm
Greiningardeild Arion banka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35 prósent nú í nóvember sem er eilítið hærri spá en bráðabirgðaspá bankans frá því í október síðastliðnum sem hljóðaði upp á 0,25 prósent.

Í tilkynningu frá greiningardeildinni segir að þessi spá þýði að tólf mánaða taktur verðbólgu hækki í 3,4 prósent úr 2,8 prósent frá síðasta mánuði.

„Helstu áhrifaþættir á vísitölu neysluverðs til hækkunar í nóvember eru að okkar mati nánast allir undirliðir aðrir en eldsneyti og flugfargjöld til útlanda. Af liðum til hækkunar má helst nefna matarkörfuna, farartæki, kostnaður við húsnæði, áfengi, tómstundir (m.a. sjónvörp ), fatnaður og húsgögn. Áhrif krónunnar gætir í öllum þessum liðum. Í skammtímalíkani Greiningardeilar tekur það um 1-2 mánuði frá því að krónan veikist þar til fyrstu áhrifa gætir í hækkandi verðlagi,“ segir í tilkynningu greiningardeildar en nánar má lesa um málið hér.


Tengdar fréttir

Krónan veikist

Gengi íslensku krónunnar veiktist nokkuð myndarlega í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×