Körfubolti

Kári frá í þrjá mánuði vegna meiðsla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári í leik með Haukum á síðustu leiktíð.
Kári í leik með Haukum á síðustu leiktíð. vísir/ernir
Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, verður frá næstu þrjá mánuði vegna meiðsla en Hafnfirðingurinn greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

Kári, sem gekk í raðir Barcelona í sumar, segir að hann hafi verið meira og minna á meiðslalistanum í sex vikur en alltaf reynt að berjast við meiðslin sem eru í hásinafestum.

Hann hafi þó reynt að koma til baka en það ekki gengið sem skildi. Eftir að hafa rætt við læknateymið hjá Barcelona var ákveðið að fara í aðgerð og verður hún gerð í næstu viku.

„Sjúkraþjálfara og læknateymið hérna er frábært og ég í mjög góðum höndum. Er ótrúlega þakklátur fyrir það. Ég verð kominn á fulla ferð fljótlega, en núna er smá brekka og vinna sem þarf að klára,“ skrifaði Kári.

Alla færsluna má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×