Enski boltinn

Úlfarnir búnir að borga fyrir Rui Patricio

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rui Patricio
Rui Patricio vísir/getty
Portúgalski landsliðsmarkvörðurinn Rui Patricio gekk til liðs við Wolverhampton Wanderers síðasta sumar án greiðslu eftir að hann rifti samningi sínum við portúgalska stórliðið Sporting Lissabon í kjölfar upplausnar innan félagsins.

Sporting taldi uppsögn leikmannsins ekki löglega og leitaði til FIFA vegna þess þar sem félagið krafðist þess að Wolves myndi greiða tæpar 60 milljónir evra fyrir félagaskiptin.

Kvörtun Sporting bar árangur þó ekki hafi þeir fengið 60 milljónirnar því nú hefur verið komist að samkomulagi um að Wolves greiði Sporting 18 milljónir evra.

Rui Patricio hefur farið vel af stað með nýliðum Wolves sem sitja í 10.sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir

Portúgölsk innrás hjá Wolves

Nýliðar Wolves mæta með reynslumikið lið til leiks í ensku úrvalsdeildina í haust. Umboðsmaðurinn Jorge Mendes er vel tengdur inn í Úlfana en þeir hafa samið við stór nöfn sem eru einnig skjólstæðingar hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×