Erlendir ferðaþjónustuaðilar á Íslandi: Ójöfnuður, glataðar tekjur og vafasöm gæði Haraldur Teitsson, Indriði H. Þorláksson og Þórir Garðarsson og Örvar Már Kristinsson skrifa 7. nóvember 2018 09:52 Umsvif erlendra ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi hafa farið vaxandi á síðustu misserum og spurningar vaknað um hvort rétt sé staðið að málum í starfsemi þeirra. Virðast sum þeirra hafa fundið leiðir framhjá þeim skyldum og kvöðum sem hvíla á innlendum fyrirtækjum í sömu starfsemi. Tekur það til skráningar á starfseminni hjá yfirvöldum, leyfisveitinga, hlítni við kjarasamninga, og skila á sköttum og gjöldum. Í mörgum tilvikum greiða þessi fyrirtæki laun undir gildandi lágmarkskjörum og losna við skatta og skyldur sem innlendir aðilar bera. Þessi starfsemi bjagar samkeppni íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum í ferðaþjónustu í óhag. Starfsemi þessara erlendu fyrirtækja er með ýmsum móti. Í sumum tilvikum flytja þau inn tímabundið bifreiðar til fólksflutninga og lausafjármuni til starfseminnar, hjól, tjöld o.s.frv. Oft eru bifreiðarnar ekki skráðar til fólksflutninga og ekið af mönnum sem ekki hafa tilskilin akstursréttindi. Þessi fyrirtæki fara yfirleitt með smáhópa um landið og kaupa gistingu og þjónustu í takmörkuðum mæli. Í öðrum tilvikum koma fyrirtæki með stóra hópferðabíla sem reknir eru hér yfir sumartímann, ekið af erlendum bílstjórum og fylgt af erlendum hópstjórum, eða leigja hópferðabíla af bílaleigum. Í þriðja lagi koma erlend fyrirtæki með ferðahópa og eigin hópstjóra/leiðsögumenn en leigja hópferðabifreiðar af íslenskum rútufyrirtækjum. Í sumum tilvikum reka þessir aðilar óskráða upplýsinga- og þjónustustarfsemi hér á landi.Brot á reglum og kjarasamningumÞessi starfsemi er andstæð íslenskum lögum og fer í bága við kjarasamninga.Erlend félög sem reka hér ferðaþjónustu, skipuleggja, selja og annast hópferðir um landið og eru hér með viðvarandi aðstöðu, bílakost og annan búnað til starfseminnar og starfsfólk og hafa hér fasta starfsstöð eiga að hafa starfsleyfi sem ferðaskipuleggjandi eða ferðaskrifstofa eins og kveðið er á um í lögum um skipan ferðamála og skrá starfsemi sína hjá skattyfirvöldum.Erlendar ferðaskrifstofur, sem reka hér starfsemi án þess að hafa hér útibú eða fasta starfsstöð hér á landi, bera engu að síður sömu lagalegu skyldur og kvaðir og íslensk félög. Þau eiga að skila hér staðgreiðslu, greiða tryggingagjald, stéttarfélagsgjöld o.s.frv. af launum fyrir störf sem innt eru af hendi hér á landi.Leiðsögumenn og bílstjórar frá ríkjum utan EES ber að hafa sérstakt atvinnuleyfi. Þeir starfa hér á landi og eru, sem og vinnuveitandi þeirra, bundnir af íslenskum lögum um starfskjör launþega.Launþegi, hvort sem er af EES svæðinu eða utan þess, er skattskyldur af launum fyrir starf sem innt er af hendi hér á landi. Launagreiðanda hans ber að halda eftir staðgreiðslu og greiða tryggingagjald.Frí gisting og uppihald sem starfsmenn njóta og þjórfé kemur ekki í stað launa. Hlunnindi skal gefa upp til skatts og þjórfé er launagreiðanda óviðkomandi. Honum ber að greiða laun skv. kjarasamningum og opinber gjöld og iðgjöld í samræmi við þau.Erlendir starfsmenn eru sagðir verktakar þótt þeir fullnægi ekki þeim skilyrðum sem RSK gerir til vertöku, eru ekki skráðir og skattlagðir sem slíkir. Upptalningin sýnir að þessi athugaverð álitaefni snerta margvísleg lagaákvæði og verkefni margra opinberra aðila sem hafa með höndum eftirlit með framkvæmd laga og reglna. Þrátt fyrir að brotastarfsemi af framangreindum toga sé augljós og hafi margoft verið tilefni til umfjöllunar á opinberum vettvangi og hafi verið rædd við þau stjórnvöld sem ábyrgð bera, eru engin merki um aðgerðir af þeirra hálfu. Í skjóli athafnaleysis þeirra dafnar þessi starfsemi.Tapaðar tekjur, skattar og orðspor Íslenskir aðilar, sem að ferðaþjónustu koma, verða af miklum tekjum sem renna í vasa hinna erlendu aðila og eftir atvikum heimaríkja þeirra. Ferðaskrifstofur verða af sölu ferða um landið, rútufyrirtækin verða af miklum viðskiptum og íslenskir bílstjórar og leiðsögumenn missa störf til erlendra aðila. Síðast en ekki síst verður ríkissjóður af miklum tekjum því hinir erlendu aðilar, fyrirtæki sem einstaklingar, skila hér engum sköttum. Með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum má ætla að um fimmtungur skipulagðra hópferða erlendra ferðamanna sé þegar í höndum aðila sem notfæra sér framangreind göt í reglum og eftirliti og fer sá hlutur ört vaxandi. Má því ljóst vera að tekjutap íslenskra aðila og ríkisins hleypur á milljörðum króna. Fyrirætlanir um að auka skattheimtu af fyrirtækjum í ferðaþjónustu munu því litlu skila í auknum tekjum af þeim en auka enn á hvata hinna erlendu aðila til að sniðganga íslensk lög og reglur. Ekki verður heldur litið framhjá því að með þessu er kynning á landinu, náttúru þess og sögu seld í hendur aðila sem engar forsendur hafa til þess að sinna því hlutverki með nokkrum sóma. Farið er með stóra hópa um þjóðgarða landsins, friðlönd og önnur svæði með viðkvæmum náttúru- og menningarminjum án þess að nokkur sé í för sem er fær um að kynna það sem fyrir auga ber af þekkingu. Engu minna skiptir það öryggi fyrir ferðamenn sem felst í að farartæki uppfylli allar kröfur og för sér stýrt af bifreiðastjórum og leiðsögumönnum sem eru staðkunnugir með reynslu af íslensku veðurfari og færir um að leggja mat á þær hættur sem vændum kunna að vera og þekkja það öryggiskerfi sem virkja þarf komi til óhappa eða slysa. Lítil gæði, léleg þjónusta, óhöpp og slys eru líkleg til að skaða orðspor íslenskrar feðraþjónustu og hamla eðlilegum vexti hennar.Óþolandi tómlæti stjórnvalda Það er með öllu óþolandi að stjórnvöld ferðamála, samgöngumála, vinnumarkaðsmála og skattamála ræki skyldur sínar svo slælega að af hljótist stórfelldur fjárhagsskaði fyrir íslenska ríkið, íslensk fyrirtæki og íslenska starfsmenn í ferðaþjónustu. Samkeppni á þessum markaði er bjöguð íslenskum aðilum í óhag sem leitt getur til þess að rekstur fyrirtækja leggst af og starfsmenn þeirra missa vinnu. Verði ekki spyrnt við fæti mun framtíð ferðaþjónustu á Íslandi ráðast af erlendum aðilum sem hasla sér völl hér á landi með félagslegum undirboðum og skattasniðgöngu og orðspor Íslands sem ferðamannastaðar mótast af fákunnandi farandstarfsmönnum.Höfundar eru:Haraldur Teitsson. Formaður félags hópferðaleyfishafa. Framkvæmdarstjóri Teits Jónassonar ehf.Indriði H. Þorláksson. Formaður Leiðsagnar - Stéttarfélags leiðsögumanna.Þórir Garðarsson. Stjórnarformaður Gray Line. Fyrrverandi varaformaður SAF. Örvar Már Kristinsson. Framkvæmdastjóri Reykjavík Culture Travel. Fyrrverandi formaður Félags leiðsögumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Umsvif erlendra ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi hafa farið vaxandi á síðustu misserum og spurningar vaknað um hvort rétt sé staðið að málum í starfsemi þeirra. Virðast sum þeirra hafa fundið leiðir framhjá þeim skyldum og kvöðum sem hvíla á innlendum fyrirtækjum í sömu starfsemi. Tekur það til skráningar á starfseminni hjá yfirvöldum, leyfisveitinga, hlítni við kjarasamninga, og skila á sköttum og gjöldum. Í mörgum tilvikum greiða þessi fyrirtæki laun undir gildandi lágmarkskjörum og losna við skatta og skyldur sem innlendir aðilar bera. Þessi starfsemi bjagar samkeppni íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum í ferðaþjónustu í óhag. Starfsemi þessara erlendu fyrirtækja er með ýmsum móti. Í sumum tilvikum flytja þau inn tímabundið bifreiðar til fólksflutninga og lausafjármuni til starfseminnar, hjól, tjöld o.s.frv. Oft eru bifreiðarnar ekki skráðar til fólksflutninga og ekið af mönnum sem ekki hafa tilskilin akstursréttindi. Þessi fyrirtæki fara yfirleitt með smáhópa um landið og kaupa gistingu og þjónustu í takmörkuðum mæli. Í öðrum tilvikum koma fyrirtæki með stóra hópferðabíla sem reknir eru hér yfir sumartímann, ekið af erlendum bílstjórum og fylgt af erlendum hópstjórum, eða leigja hópferðabíla af bílaleigum. Í þriðja lagi koma erlend fyrirtæki með ferðahópa og eigin hópstjóra/leiðsögumenn en leigja hópferðabifreiðar af íslenskum rútufyrirtækjum. Í sumum tilvikum reka þessir aðilar óskráða upplýsinga- og þjónustustarfsemi hér á landi.Brot á reglum og kjarasamningumÞessi starfsemi er andstæð íslenskum lögum og fer í bága við kjarasamninga.Erlend félög sem reka hér ferðaþjónustu, skipuleggja, selja og annast hópferðir um landið og eru hér með viðvarandi aðstöðu, bílakost og annan búnað til starfseminnar og starfsfólk og hafa hér fasta starfsstöð eiga að hafa starfsleyfi sem ferðaskipuleggjandi eða ferðaskrifstofa eins og kveðið er á um í lögum um skipan ferðamála og skrá starfsemi sína hjá skattyfirvöldum.Erlendar ferðaskrifstofur, sem reka hér starfsemi án þess að hafa hér útibú eða fasta starfsstöð hér á landi, bera engu að síður sömu lagalegu skyldur og kvaðir og íslensk félög. Þau eiga að skila hér staðgreiðslu, greiða tryggingagjald, stéttarfélagsgjöld o.s.frv. af launum fyrir störf sem innt eru af hendi hér á landi.Leiðsögumenn og bílstjórar frá ríkjum utan EES ber að hafa sérstakt atvinnuleyfi. Þeir starfa hér á landi og eru, sem og vinnuveitandi þeirra, bundnir af íslenskum lögum um starfskjör launþega.Launþegi, hvort sem er af EES svæðinu eða utan þess, er skattskyldur af launum fyrir starf sem innt er af hendi hér á landi. Launagreiðanda hans ber að halda eftir staðgreiðslu og greiða tryggingagjald.Frí gisting og uppihald sem starfsmenn njóta og þjórfé kemur ekki í stað launa. Hlunnindi skal gefa upp til skatts og þjórfé er launagreiðanda óviðkomandi. Honum ber að greiða laun skv. kjarasamningum og opinber gjöld og iðgjöld í samræmi við þau.Erlendir starfsmenn eru sagðir verktakar þótt þeir fullnægi ekki þeim skilyrðum sem RSK gerir til vertöku, eru ekki skráðir og skattlagðir sem slíkir. Upptalningin sýnir að þessi athugaverð álitaefni snerta margvísleg lagaákvæði og verkefni margra opinberra aðila sem hafa með höndum eftirlit með framkvæmd laga og reglna. Þrátt fyrir að brotastarfsemi af framangreindum toga sé augljós og hafi margoft verið tilefni til umfjöllunar á opinberum vettvangi og hafi verið rædd við þau stjórnvöld sem ábyrgð bera, eru engin merki um aðgerðir af þeirra hálfu. Í skjóli athafnaleysis þeirra dafnar þessi starfsemi.Tapaðar tekjur, skattar og orðspor Íslenskir aðilar, sem að ferðaþjónustu koma, verða af miklum tekjum sem renna í vasa hinna erlendu aðila og eftir atvikum heimaríkja þeirra. Ferðaskrifstofur verða af sölu ferða um landið, rútufyrirtækin verða af miklum viðskiptum og íslenskir bílstjórar og leiðsögumenn missa störf til erlendra aðila. Síðast en ekki síst verður ríkissjóður af miklum tekjum því hinir erlendu aðilar, fyrirtæki sem einstaklingar, skila hér engum sköttum. Með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum má ætla að um fimmtungur skipulagðra hópferða erlendra ferðamanna sé þegar í höndum aðila sem notfæra sér framangreind göt í reglum og eftirliti og fer sá hlutur ört vaxandi. Má því ljóst vera að tekjutap íslenskra aðila og ríkisins hleypur á milljörðum króna. Fyrirætlanir um að auka skattheimtu af fyrirtækjum í ferðaþjónustu munu því litlu skila í auknum tekjum af þeim en auka enn á hvata hinna erlendu aðila til að sniðganga íslensk lög og reglur. Ekki verður heldur litið framhjá því að með þessu er kynning á landinu, náttúru þess og sögu seld í hendur aðila sem engar forsendur hafa til þess að sinna því hlutverki með nokkrum sóma. Farið er með stóra hópa um þjóðgarða landsins, friðlönd og önnur svæði með viðkvæmum náttúru- og menningarminjum án þess að nokkur sé í för sem er fær um að kynna það sem fyrir auga ber af þekkingu. Engu minna skiptir það öryggi fyrir ferðamenn sem felst í að farartæki uppfylli allar kröfur og för sér stýrt af bifreiðastjórum og leiðsögumönnum sem eru staðkunnugir með reynslu af íslensku veðurfari og færir um að leggja mat á þær hættur sem vændum kunna að vera og þekkja það öryggiskerfi sem virkja þarf komi til óhappa eða slysa. Lítil gæði, léleg þjónusta, óhöpp og slys eru líkleg til að skaða orðspor íslenskrar feðraþjónustu og hamla eðlilegum vexti hennar.Óþolandi tómlæti stjórnvalda Það er með öllu óþolandi að stjórnvöld ferðamála, samgöngumála, vinnumarkaðsmála og skattamála ræki skyldur sínar svo slælega að af hljótist stórfelldur fjárhagsskaði fyrir íslenska ríkið, íslensk fyrirtæki og íslenska starfsmenn í ferðaþjónustu. Samkeppni á þessum markaði er bjöguð íslenskum aðilum í óhag sem leitt getur til þess að rekstur fyrirtækja leggst af og starfsmenn þeirra missa vinnu. Verði ekki spyrnt við fæti mun framtíð ferðaþjónustu á Íslandi ráðast af erlendum aðilum sem hasla sér völl hér á landi með félagslegum undirboðum og skattasniðgöngu og orðspor Íslands sem ferðamannastaðar mótast af fákunnandi farandstarfsmönnum.Höfundar eru:Haraldur Teitsson. Formaður félags hópferðaleyfishafa. Framkvæmdarstjóri Teits Jónassonar ehf.Indriði H. Þorláksson. Formaður Leiðsagnar - Stéttarfélags leiðsögumanna.Þórir Garðarsson. Stjórnarformaður Gray Line. Fyrrverandi varaformaður SAF. Örvar Már Kristinsson. Framkvæmdastjóri Reykjavík Culture Travel. Fyrrverandi formaður Félags leiðsögumanna.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun