Enski boltinn

Pochettino: Erum ekki í sama gæðaflokki og Man City

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Pochettino á hliðarlínunni í gær
Pochettino á hliðarlínunni í gær vísir/getty
Tottenham beið lægri hlut fyrir Englandsmeisturum Manchester City í stórleik umferðarinnar í gærkvöldi þar sem Riyad Mahrez skoraði eina mark leiksins.

Mauricio Pochettino segir sitt lið ekki komið á þann stað að geta keppt við Man City um titilinn.

„Ég sagði það sama við ykkur á síðasta blaðamannafundi. Við getum ekki borið okkur saman við Manchester City. Við erum ekki í sama gæðaflokki og við erum enn ekki komnir á sama stall og Man City. Þeir unnu ensku úrvalsdeildina í fyrra,“ sagði Pochettino.

Pochettino hefur ekki farið leynt með að hann er ósáttur við seinaganginn á heimavallarmálum félagsins en Tottenham ætlaði að vera búið að taka nýjan leikvang í notkun.

„Man City er lið sem er að einbeita sér að því að vinna titla. Við erum að hugsa um aðra hluti. Bilið er samt ekki mjög mikið en við verðum að bera virðingu fyrir því að við erum ekki komnir jafn langt og þeir,“ sagði Pochettino.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×