Innlent

Birtir mynd af skemmdunum á rúðu Icelandair-vélarinnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vélin sem sótti farþegana til Kanada lenti í morgun.
Vélin sem sótti farþegana til Kanada lenti í morgun. Vísir/Vilhelm
Eins og greint var frá í gær þurfti flugvél Icelandair á leið frá Orlando til Íslands að lenda á herflugvelli í Kanada eftir að sprungur mynduðust á framrúðu vélarinnar. Flugáhugamaður hefur nú birt mynd af skemmdunum.

Líkt og sjá má hér fyrir neðan eru sprungurnar töluverðar en í samtali við Vísi í gær sagði einn af farþegum vélarinnar að hann hafi fengið þær upplýsingar að stærsta sprungan væri um 20 sentimetra löng.

Í samtali við Vísi í gær sagði Guðjón J. Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að flugmenn vélarinnar hafi fylgt verklagi þegar aðstæður sem þessar skapast og lent vélinni á næsta tiltæka flugvelli.

Engin hætta var á ferðum þrátt fyrir að farþegar hafi tekið misvel í það hversu hröð lendingin var en farþeginn sem Vísir ræddi við í gær sagðist hafa róast mikið þegar flugstjórinn lét farþega vita að þrátt fyrir að nauðsynlegt væri að lenda vélinni, hefði hann fulla stjórn á henni.

Um 160 farþegar voru um borð og fóru þeir á hótel. Icelandair sendi svo aðra flugvél til Kanada til þess að sækja farþegana en með í för voru flugvirkjar og varahlutir til þess að gera við framrúðuna. Flugvélin sem fór að sækja farþegana lenti svo á Íslandi í morgun.

Myndina af skemmdunum má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Farþegarnir tóku misvel í það hversu hratt flugvélinni var lent

Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×