Enski boltinn

Sven-Göran: Hann rak mig en ég segi enn að hann var frábær maður

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sven-Göran bar mikla virðingu fyrir Vichai.
Sven-Göran bar mikla virðingu fyrir Vichai. vísir/getty
Sven-Göran Eriksson, fyrrum knattspyrnustjóri Leicester, segir að Vichai Srivaddhanaprabha hafi verið einstakur maður og haft mikla ástríðu fyrir Leicester.

Vichai Srivaddhanaprabha lést er þyrla hans brotlenti fyrir utan leikvang liðsins á laugardagskvöldið eftir leik Leicester gegn West Ham.

„Hann var mjög góður maður. Hann hafði ástríðu fyrir félaginu og fótbolta. Hann gerði einstalkega vel við fólkið hjá félaginu; leikmennina, starfsfólkið, mig,“ sagði Eriksen við Sky Sports.

„Ef við þurftum hjálp þá kom hann og hjálpaði okkur. Fjölskylda hans var viðloðandi félagið og þetta var fjölskylduklúbbur.“

„Fyrir utan fótboltann var hann gjafmildur við fólk sem hann þekkti og ég er viss um að hann var frábær fyrir samfélagið og einnig stuðningsmennina.“

Hinn sextugi Vichai keypti Leicester árið 2010 og fyrsti stjórinn sem hann réð var Eriksson en hann réð hann í október 2010. Ári síðar rak hann svo Svíann.

„Þetta er sorglegt. Hann var frábær maður. Hann rak mig en ég segi enn að hann er frábær maður,“ sagði Eriksson um Srivaddhanaprabha.


Tengdar fréttir

Eigandi Leicester einn af fimm sem fórust

Leicester City hefur staðfest að eigandi knattspyrnufélagsins, Vichai Srivaddhanaprabha, hafi verið í borð í þyrlu hans sem brotlenti fyrir utan leikvang liðsins King Power Stadium í gærkvöldi.

Gjafmildi eigandi Leicester sem forðaðist sviðsljósið

Eigandi Leicester City Vichai Srivaddhanaprabha lést á laugardagskvöld þegar þyrla hans brotlenti fyrir utan King Power leikvanginn í Leicester. Srivadddhanaprabha forðaðist sviðsljósið, var heiðraður af konungi Tælands og borgaði upp skuldir Leicester á innan við fimm árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×