Viðskipti erlent

Miklar lækkanir á mörkuðum

Atli Ísleifsson skrifar
Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 4,25 prósentustig í morgun.
Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 4,25 prósentustig í morgun. Getty
Miklar lækkanir hafa orðið á mörkuðum um allan heim eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna væru brjálaðar, eins og hann orðaði það í gær.

Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 4,25 prósentustig og vísitölurnar í Hong Kong og Sjanghæ hafa sömuleiðis farið niður á við. Í Ástralíu var sömu sögu að segja og í Evrópu er búist við lækkunum í dag. Þannig lækkaði FTSE-vísitalan í London um 1,6 prósent við opnun.

Miklar lækkanir voru í New York í gær og hefur Dow Jones vísitalan ekki fallið eins mikið á einum degi í átta mánuði.

Þrátt fyrir uppgang í efnahagslífi Bandaríkjanna, lága verðbólgu og lítið atvinnuleysi, hafa fjárfestar áhyggjur af því að vaxtahækkanir af skuldabréfum komi niður á hlutabréfaverði. Þá hafa stýrivaxtahækkanir bandaríska seðlabankans einnig valdið ólgu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×