Fótbolti

PSG vill gera Wenger að framkvæmdastjóra

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Wenger kvaddi stuðningsmenn Arsenal í vor
Wenger kvaddi stuðningsmenn Arsenal í vor vísir/getty
Paris Saint-Germain vill ráða Arsene Wenger sem framkvæmdastjóra félagsins að loknum félagsskiptaglugganum í janúar.

ESPN greinir frá þessu í dag. Heimildir fréttastofunar herma að Antero Henrique sé valtur í sessi eftir að hafa mistekist að fá leikmenn til félagsins sem voru hátt á óskalistanum.

Wenger vill frekar fara í þjálfarastarf en hefur þó ekki útilokað neitt. Hann mun líklega ekki taka neina ákvörðun fyrr en þegar nær dregur jólum.

Frakkinn fengi frjálsræði til þess að gera þær endurbætur sem hann teldi þurfar bæði innan og utan vallar.

Wenger hætti sem stjóri Arsenal í vor eftir 22 ár í starfi.


Tengdar fréttir

Vilja sjá Arsene Wenger sem næsta stjóra Manchester United

Mikil pressa er á Jose Mourinho í stjórastólnum hjá Manchester United og hefur Zinedine Zidane verið nefndur sem arftaki hans verði hann rekinn. Nú er hins vegar nýtt nafn komið í umræðuna og er það Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×