Erlent

Lest ekið á hóp fólks í Indlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Times of India segir að hundruð manna hafi orðið fyrir lestinni.
Times of India segir að hundruð manna hafi orðið fyrir lestinni. EPA/RAMINDER PAL SINGH
Óttast er að minnst 60 séu látnir eftir að farþegalest var ekið á hóp fólks sem sat á teinunum í Amritsar í Punjab í Indlandi í dag. Lestinni mun hafa verið ekið á hópinn á miklum hraða. Lögregluþjónn segir Reuters að fólkið hafi verið að fylgjast með athöfn á hátíð í bænum þegar þau urðu fyrir lestinni.



Times of India segir að hundruð manna hafi orðið fyrir lestinni. Fólkið mun ekki hafa heyrt í lestinni vegna látanna frá hátíðinni.



Þá segir lögreglan að minnst 60 hafi verið fluttir á sjúkrahús. Mikill viðbúnaður er vegna slyssins.

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, sendi frá sér tilkynningu þar sem hann bauð aðstandendum þeirra sem dóu samúð sína. Hann sagðist sömuleiðis hafa skipað embættismönnum að veita alla þá aðstoða sem mögulegt er.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×